Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 55
Skímir
Rúnasteinmnn frá Kensington
47
Bellman notar „uppdagas“ um veðrið í merkingunni „glaðna
til“. Það er ekbi fyrr en hjá Atterbom að orðið hefur merk-
inguna „finna“. I þeirri merkingu er það eflaust tökuorð.
Líkt og um opþagelsefarþ er að segja um se aptir: líta
eftir (skipum vorum); það orðasamband hefur ekki fyrr á
tímum sömu þýðingu og Kensingtonristarinn leggur í það. Að
Holand veit þetta ekki, mun engan undra á lengur. En hvers
vegna hefur próf. Thalbitzer ekki tekið þetta dæmi undir
fyrirsögninni Nýmyndanir á Kensingtonsteininum?
Ég skal að lokum láta mér nægja að nefna aðeins hið ein-
kennilega orðasamband en þags : rise (og 14 þagh rise).
Aðeins má geta þess, að það er að efni til í sjálfu sér
ólíklegt (þrátt fyrir það, sem um þetta hefur verið skrifað),
að skipin hafi legið við hafið ‘f jórtán dagleiðir frá þessari ey’,
en hér skal nú athuga orðin ein. Til rúmsparnaðar skal ég
láta sitja við að greina frá, hvað próf. William Thalhitzer
skrifar. Hver maður með skarpskyggni eins og gengur og
gerist sér í hendi sinni, ef tilfærð er óbrjáluð vörn hans fyr-
ir orðinu rise, að hér liggur einhvers staðar hundur grafinn.
Vöm hans hefst á því, að hann bendir á, að rise er auð-
vitað s. s. „þýzka orðið reise (fhþ. reisa, mhþ. reise) og er
rese(!) á nýsænsku. Það verður að viðurkenna,“ heldur Thal-
hitzer áfram, „að það er móti öllum vonum að rekast á þetta
‘nýlega’ orð svo snemma í sænsku máli, en textinn er skap-
aður á langferð af ungum og gömlum hermönnum og klerk-
um, sem voru í flokki saman, hverjir sem þeir kunna nú að
hafa verið, og væntanlega hefur hver fyrir sig verið frá sinni
mennnigarmiðstöð á Norðurlöndum. Langlíklegast er, að
rúnaristarinn hafi verið sænskur — en það er hugsanlegt,
að einn þátttakanna í ferðinni hafi verið útlendur (þýzkur,
frísneskur, hollenzkur eða enskur). Orðmynd eins og rise
með hreinu i-i kemur ekki vel heim við fomsænsku; að hér
sé að ræða um eldra lán úr öðru máli, virðist i-rúnin (‘ís’,
ekki stunginn ‘ís’), sem notuð er á háðum stöðum, sem orðið
kemur fyrir, bera með sér. Og þess ber að gæta, að þetta
orð, sem þá hefur verið nýtt og sjaldgæft, er aðeins notað
sem terminus technicus (tækniorð), nfl. í sambandinu dag-