Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 99
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
91
í ensku kvæði frá því um 1436, að ensku skipin hafi ekki
fengið fullfermi á Islandi og hafi útgerðarmenn orðið fyr-
ir allmiklum skaða vegna siglinga sinna til landsins.28
Skorturinn á skreiðinni orsakaði tíða árekstra milli erlendra
kaupmannanna, og reyndu stjórnarvöldin og íslendingar
stundum að miðla málum á ýmsan hátt með misjöfnum ár-
angri. Inn í Píningsdóm 1490 var sett ákvæði þess efnis,
að landsmenn keyptu ekki af þeim útlendingum, sem yrðu
til þess að rjúfa friðinn. 1527 komu fulltrúar Englendinga
og Þjóðverja til Alþingis og játast þar undir ýmis ákvæði
um verðlag og vog, og „skyldi hver maður mega með friði
kaupa það hann vildi. Svo og lofum vér, að engir útlenzkir
menn, hvorki þýzkir né enskir, skyldu gera hér skip út né
menn til sjós og eigi heldur liggja hér í landi vetrarlangt
nema skipbrotsmenn eða smádrengir, er engan kaupskap hafa.
En ef útlenzkir fá ekki frakt hér, væri ekki skreið til, þá
skyldum vér mega fá í hendur íslenzkum manni vort góss
og selja þó engan varning dýrar á vetrum en sumrum.“ 29
Slíkir samningar reyndust lítils virði, þegar þeir rákust á
hagsmuni kaupmanna. Árið 1528 kæra Hamborgarmenn til
Hinriks VIII. mn það, að Englendingar hafi ráðizt á Ham-
borgarskip í höfninni „Gamelwick“ (Rifi á Snæfellsnesi).
Sama ár kveður Jón Hallsson upp Vilborgarstaðadóm um
húsmenn og kaplatölu í Vestmannaeyjum, og segir þar: „Svo
og skyldi upptækt verða fyrir öllum þeim, sem reri fyrir eng-
elska menn.“3° Þrátt fyrir þessar tilskipanir sést af samn-
ingi milli konunga Englands og Danmerkur frá 1533, að
ágengni kaupmanna hefur færzt mjög í aukana á þessum ár-
um, m. a. hafa þeir reynt að koma á eins konar kaupsvæða-
skiptingu og bannað bændum að verzla nema á ákveðmun
höfnum. Eigi er nú ljóst, hvernig þeir hafa getað komið slíku
í kring nema í samráði við yfirvöld landsins eða með víð-
tækum samtökum sín á milli, en óliklegt, að mikið samstarf
hafi verið með enskum og þýzkum kaupmönnum.31
Árið 1532 skarst alvarlega í odda milli Englendinga og
Dana og Þjóðverja hér. Kom til bardaga í Grindavík, eins og
fyrr segir, og féllu þar um 14 Englendingar, og allmikið