Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 191
Skímir
Dróttkvæði og rímur
181
Gyrður kembir nú gula reik
með gylltum kambi.
(Eysteinn) anzar þessu:
Kominn ertu úr krókasteik
þinn kúluvambi." J)
Þessi vísa er undir úrkastshætti. En aðrar heimildir þekkj-
ast ekki um það, að rímnahættir hafi verið notaðir til vísna-
gerðar, þangað til á 16. öld.
Sú tilbreytni að hafa bragarhætti fleiri en einn í rimna-
flokki er merkileg nýjung, enda nálega hið eina í rímum,
sem hefur haft áhrif á skáldskap annara þjóða. Um þetta var
engin fyrirmynd í dönsum og ekki heldur í dróttkvæðum,
nema að nokkuru leyti í háttalyklum. Þeir gátu gefið rímna-
skáldum hugmyndina um það að skipta bragarháttum inn-
an rímnaflokks. En mestu mundi það valda, að þegar rímna-
flokkar tóku að lengjast, þætti skemmtilegra, að þeir væru
ekki kveðnir undir sama hætti frá upphafi til enda. Rímna-
hættir voru bundnir fastari skorðum en óstuðlaðir hættir og
tilhreyting því lítil í rímum, ef ekki var skipt um bragarhætti.
Svo sem kunnugt er, fengu rímurnar hið foma skáldmál,
kenningar og heiti, í arf frá dróttkvæðunum. Það er notað
í rímum frá öllum öldum, þó að misjafnlega sé með það
farið. Ef litið er á stíl rímna, virðist það furðu gegna, hversu
mjög hann, þegar mansöngum sleppir, er mótaður af fyrir-
myndum hins foma skáldskapar, en áhrifa frá dönsum gæt-
ir lítt. Þessu til skýringar skal sérstaklega bent á það, að
14. aldar rímnaskáldin Einar Gilsson og Kálfur munkur
ortu einnig dróttkvæði, og er ekki ósennilegt, að þeir hafi
átt mikinn þátt í því að festa rímumar í þeim formiun, sem
héldust síðan, hæði um ferskeyttan hátt, skáldmál og stíl.
Sjá má einnig af ýmsum miðaldarímum, að höfundar þeirra
hafa verið vel að sér í fomum skáldskap. W. A. Craigie bend-
ir á það, að um sama leyti sem rímnagerð hófst, var blóma-
skeið enskra frásögukvæða stuðlaðra. Þau voru endm-sagnir
1) Safn til sögu Islands I, 33. Visan er einnig prentuð í Skjaldad.
AII, 395 og B II, 416.