Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 233
RITFREGNIR
History of Icelandic Poets 1800—1940 by Richard Beck. Ithaca
New York, Comell University Press, 1950. [Islandica, Vol. XXXIV.]
Þess var getið í ritdómi í Skimi 1948 um bók Stefáns Einarssonar,
History of Icelandic Prose Writers 1800—1940, að árið 1928 skiptu þeir
prófessoramir Stefán og Richard Beck með sér verkum um samningu
íslenzkrar bókmenntasögu eftir 1800 á þann hátt, að Stefán skyldi skrifa
um lausamálsbókmenntirnar, en Beck um ljóðagerðina, og urðu mörkin
fram í tímann síðar ákveðin 1940. Það var Stefán Einarsson, er hug-
myndina átti að þessu verki, sem er nú til lykta leitt eftir 22 ára vinnu
— að vísu mest í sumarleyfum og tómstundum frá kennsluskyldu og
öðrum umfangsmiklum ritstörfum. En þetta mætti meðal annars minna
menn á, að samning bókmenntasögu er ekkert hraðritunarstarf, þótt sum-
ir virðist ætla svo, enda hafa þessir höfundar báðir lagt mjög mikla vinnu
og alúð við verk sín. Bók Stefáns kom út 1948, bók Becks nú tveim árum
seinna, báðar sem hluti hins merka ritsafns Cornell-háskólans í Iþöku,
Islandica. Hefur prófessor Halldór Hermannsson nú látið af ritstjóm
þess fyrir aldurs sakir, og er hók Becks fyrsta hindi þessa safns, sem
út kemur undir umsjá hins nýja ritstjóra og bókavarðar við Fiske-safnið,
Kristjáns Karlssonar.
Þar eð hækur Stefáns og Becks eiga háðar saman að skapa eina heild-
arsögu, verður ekki hjá því komizt að gera á þeim nokkurn samanburð,
þótt engan veginn sé ætlunin að fara hér í neinn mannjöfnuð þessara
tveggja mætismanna.
Af því að bók Stefáns kom fyrr út, er nokkru ómaki létt af Beck —
einkum greinargerðinni fyrir sögulegri haksýn bókmenntasögunnar, svo
og æviágripum þeirra manna, sem þar var áður frá sagt. Meðal annars
af þessum ástæðum er bók Becks litlu einu skemmri en rit Stefáns, eða
247 hls., þar sem bindi Stefáns er 269 bls. og nokkru þéttprentaðra.
Hefði annars mátt ætla að óreyndu, að ljóðskáld þessara 140 ára tækju
öllu meira rúm í bókmenntasögunni en lausamálshöfundar. En hér er
einnig annað, sem veldur. Richard Beck fjallar um færri menn austan
hafs en Stefán gerði, eða, að því er mér telst til, um h. u. b. 70 skáld,
þar sem Stefán gerði á hliðstæðan hátt skil um 90 rithöfundum (auk
margra, sem hann nafngreindi með lítilli eða engri umsögn; í ritdómi
sínum, er síðar getur, telur Stefán hlutföllin raunar 66:75). Mér finnst