Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 113
Skimir
Islandsverzlun Englendinga
103
borgir eins og London og Ipswich hafa helzt úr lestinni og
hætt viðskiptum við íslendinga. Hér er því nær eingöngu
um fiskiflota að ræða, enda hefur enska íslandsverzlunin
lagzt niður að mestu leyti um 1590. Þó er þess getið í skjal-
inu frá 1593, að sum hinna smáu barkskipa reki verzlun
við Island, en þau gefi sig ekki fram við tollgæzlu hennar
hátignar drottningarinnar, er þau fara til Islands eða koma
þaðan. Árið 1602 á John nokkur Herbert í samningum við
dönsku stjórnina um fiskveiðileyfi við ísland og Noreg til
handa Englendingum. Hann skrifar Robert Cecil, meðan á
samningsumleitunmn stendur, og segir, að samkomulag geti
náðst, ef Englendingar vilji leggja niður alla verzlun við Is-
lendinga, en þau viðskipti hafi þegar lagzt niður að mestu
leyti.60 Englendingar stunduðu þó jafnan launverzlun hér
við land, en frjáls viðskipti hófust ekki að nýju milli land-
anna, fyrr en kempan Jörundur kom hingað árið 1809.
Enski íslandsflotinn lagði jafnan úr höfn á Englandi í
leiðangurinn norður í höf í febrúar, marz eða apríl, dvald-
ist hér við land um sumarið við verzlun og fiskveiðar, en
kom aftur til Englands í júlí, ágúst eða september. Hvert
skip fór því einungis eina ferð hingað á ári, en mörg þeirra
brugðu sér til Frakklands eða Niðurlanda til vín- eða salt-
kaupa um veturinn. Það er auðséð af siglingatíma skipanna,
að þau hafa stefnt að því að ná í vorvertíðina hér við sunn-
anvert landið. Það er merkilegt, að stóru kaupförin, sem
hingað sigldu, eru yfirleitt á ferðinni á sama tíma og dugg-
umar. Það atriði virðist benda til þess, að kaupmenn hafi
átt hér hagsmuna að gæta í sambandi við útgerðina, því að
landsmenn hafa verzlað lítið fram undir vertíðarlokin. Að
vísu kemur það nokkrum sinnum fyrir, að stór skip, eins og
Katrín frá Húll, 294 lestir, leggi út í byrjim júní.61 Undan-
tekningarnar eru svo fáar, að þær virðast einungis styrkja
regluna. Frá því á 15. öld og fram á 18. öld lætur enski
Islandsflotinn í haf snemma á vorin og kemur aftur í haust-
byrjun.