Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 96
88
Bjöm Þorsteinsson
Skímir
leyti að viðskiptunum við landsmenn, þangað til kemur fram
á annan áratug 16. aldar. Á þessu árabili eru tvær tilskip-
anir gefnar út gegn verzlun enskra duggara, sem hingað
sigli fyrir utan leyfi og engan toll gjaldi.19 Kai von Ahle-
feld er vikið frá hirðstjóm, þar eð hann hafði farið frá Is-
landi í óleyfi konungs og gerzt annarra þjónn, meðan hann
dvaldist hér,20 og Danakonungur kvartar tnn óskunda Eng-
lendinga hér árið 1508 í bréfi til Hinriks VII.21 Englend-
ingar kvarta aftur á móti ekki undan yfirgangi Þjóðverja hér
á landi fyrr en um 1520. Stjómmálaátökin í Danmörku og
styrjöldin milli Lýbiku og Dana 1509—12 hafa án efa dreg-
ið úr aðgerðum dönsku stjómarinnar hér úti. Englendingar
gátu því komið ár sinni vel fyrir borð á Islandsmiðum, og
styrkti stjórnin ensku Islandsfarana eftir föngum. Fremst í
lagasafni Hinriks VIII. em lög frá 1510 varðandi íslands-
verzlunina. Þar segir meðal annars, að þar eð fiskur og
annar íslenzkur vamingur sé mjög nytsamur og nauðsynleg-
ur almenningi í þessu konungsriki (þ. e. Englandi), séu lög,
gerð á 8. ríkisstjómarári Hinriks VI. (1430), úr gildi numin
og önnur þau lög, er leggi nokkra hindmn á viðskiptin við
ísland.22 Þegar kemur fram á annan áratug 16. aldar, vökn-
uðu Danir því við vondan draum, þar eð Englendingar
bjuggust hér um af kappi, hlóðu virki, og ber Danakonung-
ur þá þeim sökum, að þeir vilji koma undir sig landinu, en
„bændm- á Islandi vildu fyrir þann skuld ekki gefa til kóngs-
ins í Danmörku þeirra skuld og réttugheit,“23 segir Bjöm
á Skarðsá í annálum sínum. Englendingar drápu einnig um
þessar mundir (sennilega 1515) skrifara konungs, Svein Þor-
leifsson, við 11. mann og ræntu skip með konungsskattinum.
Um svipað leyti kom til bardaga milli Englendinga og Síðu-
manna í Vestmannaeyjum, og féllu þar 14 Englendingar og
einn íslenzkur prestur, séra Jón smjörnefur.24
Kristján II. kom til ríkis í Danmörku 1513. Hann var at-
hafnasamur stjórnandi, eins og kunnugt er, og hafði stór
áform á prjónunum. Stjórn hans virðist hafa verið ljóst, að
einhverra aðgerða var þörf, ef Island átti ekki að ganga und-
an krúmmni. Hún sendi því einhverja mestu sjóhetju, sem