Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 264
254
Ritfregnir
Skimir
Mikil útgáfa góðra þýðinga er ein brýnasta mennnigarleg nauðsyn
þjóðarinnar. Frumsaminn bókakostur vors fámenna lands getur aldrei
komizt nálægt því að fullnægja þörfum menningarþjóðfélags. Hinn mikli
lestur bóka á erlendum málum hefir hins vegar í för með sér hættu
fyrir tunguna, meðan ekki skapast mótvægi með miklum íslenzkum bók-
menntum, þýddum og frumsömdum, tnn margháttuð efni. Þá er og víst,
að sú islenzka, sem við nú þurfum að eignast, og erum að eignast,
tuttugustu aldar málið, getur ekki skapazt nema fjöldi ritfærra manna
glími við að þýða margt hið bezta og örðugasta úr erlendum bókmennt-
um. Helzt þyrfti nú að stappa upp herskara af góðum þýðendum; tungan
er á umbrotaskeiði og í örum vexti, ekkert líklegra en að hún búi lengi
að þeim þroska, sem hún tekur út á þessu örlagaskeiði ævi sinnar.
Og það þyrfti að skrifa um þær þýðingar, sem út koma — það þyrfti
yfirleitt að skrifa meira af alvöru og hugsun um þá meðferð, sem ís-
lenzkan sætir á þeim þroska- og hættutimum, sem nú ganga yfir hana.
Það er ekki nóg, að ritdómarar þjóti upp til handa og fóta, þegar sér-
staklega góð þýðing birtist, og linni ekki látunum fyrr en þeir hafa
fundið eina beygingarvillu, eða geti bent á eitthvað, sem hefði mátt
þýða öðru vísi. Þessi árin er skrifað á Islandi glæstara mál en gert
hefur verið síðan sagnaritarar fjórtándu aldar lögðu fjöðrina frá sér —
en jafnframt gallaðra mál og bragðverri stíll en nokkurs staðar var
hægt að koma á prent fyrir aðeins einum mannsaldri. Og um þetta
virðist að mestu leyti þagað. Heimsfræg skáldrit eru þýdd á ofboðslega
stirðbusalegt aktaskrifara-mál og þeim síðan hampað í skrumauglýsing-
um, og enginn segir neitt. Blöðin láta undir höfuð leggjast þá skyldu
sína, að fá til þess unga menn, vel mennta, skelegga og hvassorða, að
gera hróp að slíkri útgáfustarfsemi.
Nú má vera, að ekki sé nóg til af góðum þýðendum, en hins vegar
mikill markaður fyrir bækur. Þá lágmarkskröfu verður þó að gera til
útgefenda, að þeir sendi ekki handrit algerra viðvaninga í prentsmiðju,
fyrr en einhver, sem ber skynbragð á mál og stíl, hefur lesið þau yfir,
og lagfært, eftir því sem hægt er.
Áður en ég vik að einstökum bókum Listamannaþings, vil eg mega
nota þetta tækifæri til þess að benda á eina frábæra þýðingu frá síðari
árum, „Þrúgur reiðinnar“ eftir John Steinbeck, sem Stefán Bjarman
hefur þýtt. Með þeirri bók tekur hann sæti á bekk með fremstu þýð-
endum, sem íslenzkan á.
Sigurður Grímsson, sem á sinni tíð (og minni) var höfuðskáld Mennta-
skólans, ríður hér á garðinn þar sem hann er hæstur — með þýðingu
sinni á einum af frægustu leikjum Shakespeares, Kaupmanninum í
Feneyjum. Það er næsta auðvelt að þýða allar hinar bækurnar í þessu
safni hjá því að yrkja sjónleik hins mikla Breta upp á íslenzku, svo að
verkið lofi þýðarann. Hefur það tekizt? Það er margt mjög vel um