Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 181
Skímir
Jón biskup Arason
171
að villast, að keisarinn er Karl V. og konungurinn Kristján
III. I Sigurðarregistri er talað um bréfalausn, er kostað hafi
40 gyllini. Orðið bréfalausn er nokkuð óljóst, en getur naum-
ast í þessu sambandi þýtt annað en kostnað við útvegun bréfa
-— hugnun til skrifara, fremur en flutningslaun. Hitt fær
ekki staðizt, sem orð þetta gæti annars þýtt, að hér sé um
að ræða gjald fyrir einhvers konar leyfi eða undanþágu, því
ekki er unnt að sjá, hvers konar leyfi Jón Arason eða yfir-
leitt nokkur íslenzkur maður hefði átt að sækja undir kon-
ung að milligöngu keisara. Nú verður auðvitað ekkert með
skjallegri vissu sagt um efni þessara bréfa, sem gengu vegna
Jóns Arasonar frá keisaranum fyrir kónginn. En ef litið er
til atburðanna hér á landi 1548, um það bil sem fullar lík-
ur eru til að tilmælin, sem leiddu til þessara bréfagerða, hafi
utan farið, virðist þetta liggja nokkuð í augum uppi. Þess
var áður getið, að það væri furðulegt tiltæki af Jóni Ara-
syni og raunar óskiljanlegt glapræði, er hann lét Sigvarð
biskupsefni Halldórsson sigla til Danmerkur á fund Krist-
jáns III. sumarið 1548, til þess að sækja samþykki konungs
við kjöri sínu og biskupsvígslu. Nú þótt Jóni Arasyni væri
mislagðar hendur, eins og öðrum mönnum, svo sem fram
kom m. a. í viðskiptum hans við Daða bónda í Snóksdal, má
kalla fulldjarft að bregða honum um hreinan og beinan bjána-
skap. Þótt skjótt þyrfti úr að ráða um mál Sigvarðs sumarið
1548 og fárra góðra kosta völ, eins og á stóð, er rétt að ætla,
að Jón biskup hafi einhver úrræði séð til þess að hjarga
málum hans við, þótt eigi hafi þau hingað til legið ljóst fyrir.
Mér virðist, að athuguðum þessum málum öllum, að það sé
nokkuð einsætt, að bréfin, sem gengu frá keisaranum fyrir
kónginn, hafi sprottið beint af tiltækjum Jóns Arasonar sum-
arið 1548 og þá fyrst og fremst biskupskjöri Sigvarðs Hall-
dórssonar og utanför hans. Hafi Jóni biskupi nokkum tima
legið á aðstoð annarra í máli, sem varðaði dýrustu hugsjón
hans, þá var það nú. Suður á Þýzkalandi fóru mótmælendur
hrakfarir fyrir keisaranum. Þar var trausts að leita — og
hvergi annars staðar. Liggur svo ljóst fyrir, að sendimaður
hans hefur átt að flytja fyrir keisara erindi biskups, munn-