Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 271
Skírnir
Ritfregnir
261
ókunnugt um, hvort nokkurn tima hefur verið sérstök nauðsyn á að risa
gegn þessari kenningu. Voltaire tók sig til og svaraði henni með þess-
ari sögu, þar sem hann lætur allt hið versta, sem komið gat fyrir mann-
eskjur á hans tima, verða hlutskipti sögufólksins, og fyrst og fremst
hinnar hrekklausu söguhetju. Eg hef aldrei getað séð, að þetta væri sér-
staklega andrik söguhugmynd né nær sannleikanum um mannlegt líf
en hin hjartsýna kenning Leibnitz.
En sagan er mjög skemmtileg, með afbrigðum fjörlega skrifuð, full
af furðulegum ævintýrum, fyndnum samtölum, skörpum athugunum.
Hún endar á hinu fræga vísdómsorði Voltaires: „Maður á að rækta
garðinn sinn — il faut cultiver son fardin.“ Og enn segir Voltaire:
„Vinnum án þess að brjóta heilann." Og loks þetta: „Starfið heldur frá
okkur þrem óvinum: leiða, leti og nauð. Maðurinn er ekki fæddur til
að hvílast.“ Þetta getur ekki betra verið, það sem það nær.
Bernard Shaw hefur alla ævi vaknað hvem morgun í skínandi skapi
til að ráðast á eitthvað eða einhvern; hneyksla menn og hrista þá til;
snoppunga borgarann óþyrmilega með glettnisglampa í augunum —
auðvitað fyrst og fremst til þess að opna augu manna og koma viti fyr-
ir þá, en líka af því að ekkert sport var betra fyrir heilsu hins eld-
fjöruga írska höfundar en einmitt þetta. Hann var kominn hátt á átt-
ræðisaldur, þegar hann samdi Blökkustúlkuna (sem er ágætlega þýdd
af Ólafi Halldórssyni), og þó finnur maður, hvemig hann getur ekki
setið kyrr á stólnum fyrir galsa, meðan hann er að skrifa.
Stúlkan er að leita að guði, inni í miðri Afríku. Og hún hittir bæði
guði og spámenn; griska, júðska, arabíska; Prédikarann, Krist, Múhameð;
og heilan leiðangur af evrópskum vísindamönnum; og alla kveður hún
meir og minna í kútinn með spurningum sínum og svörum. Sérstak-
lega fá vísindamenn nútímans, með hundatilraunamanninn Povlof í
broddi fylkingar, hina háðulegustu útreið. En að lokum hittir stúlkan
tvo vitra menn, fyrst Voltaire, sem ráðleggur henni að rækta garðinn
sinn, og svo rauðskeggjaðan írskan speking og sósíalista, sem er lifandi
eftirmynd Bemards Shaws. Og hann giftist henni og hleður niður böm-
um með henni, og nú fyrst fer stúlkunni að líða verulega vel. Hún
hefur alltaf nóg að gera „við að hirða bömin og garðinn og gera við
föt mannsins síns“.
Shaw kemst að sömu niðurstöðu og Voltaire, fólk á að vinna, láta
hverjum degi nægja sína þjáning. Og ekki að vera að reyna að leita
að guði. tJr því að hvorki Voltaire né Shaw með öllum sinum gáfum
hafa getað fundið guð — hvað skyldi þá óbreyttum almenningi þýða að
reyna það?
1 eftirmálanum skýrir Shaw frá þvi, hvað aðallega vaki fyrir sér með
þessu ævintýri: Að mótmæla því, að biblían sé tekin fyrir vísindarit og
áreiðanlega heimild um sögu mannkynsins (hann bendir á bók H. G.