Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 133
Skímir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
123
staðið eins framarlega og klettarnir eru. Gizkar hann á, að
klettamir hafi fyrst fengið nafn sitt, en bærinn staðið nokkru
ofar og dregið nafn sitt af þeim. Færir hann það til, að í
rekaskrá Skálholtsstaðar, sem talin er frá því um 1270,
er miðað úr Stjömusteini og fram í öldurif. Hann álítur, að
hér sé átt við bæinn að Stjörnusteinum og hann hljóti að
hafa staðið ofar en klettarnir, fyrst miðað sé í rif, er fram
undan sé. Mér virðist þetta ekki sanna mikið. Varla er vafi,
að sjórinn hefur hrotið þarna mikið land. Það sýnir t. d.
ömefnið Baðstofuklettar, en þeir klettar em frammi í fjöm
fyrir austan Stokkseyri. Vel gat því staðið bær árið 1270 þar,
sem Stjömusteinar em nú, og sandrif verið þar fram undan.
Ekki er heldur víst, að í rekaskránni sé átt við bæinn. öll-
um gerðum Landnámahókar ber saman um, að ölvir hafi
húið á Stjörnusteinum og þar heiti Ölvisstaðir. Ölvir andast
barnlaus. Mér þykir því líklegt, að bærinn að Stjörnustein-
rnn hafi farið í eyði við dauða ölvis, nafnið haldizt á klett-
umnn, en staðurinn, þar sem hærinn stóð, verið nefndur
ölvisstaðir, en eins og kunnugt er, voru margir eyðibæir
nefndir eftir þeim, er þar höfðu húið, og nefndir -staðir.
Flóamanna saga nefnir ölvistóftir i stað Ölvisstaða. Virðist
það sönnun fyrir því, að bærinn hafi a. m. k. þá verið kom-
inn í eyði. Nú er Flóamanna saga talin færð í letur seint
á 13. öld eða um 1300. Ef til vill er hún rituð um svipað
leyti og áðurnefnd rekaskrá er gerð. Mér virðist því líklegt,
að í skránni sé ekki átt við bæinn. heldur klettana, og öldu-
rif það, sem um er talað, hafi verið fram undan þeim.
Annað örnefni, sem skiptir máli um landnám Hásteins,
er Grímsá. Sú á skipti löndum þeirra Hásteinssona, Atla og
ölvis. Hún hlýtur því að hafa fallið til sjávar milli Stjömu-
steina og Traðarholts. Þetta örnefni er nú týnt og áin horf-
in. Þeir S. V., Br. J. og P. S. hafa á hinn bóginn allir heyrt
getið um Grímsdæl, en hún er löng vatnsdæl austan og ofan
við hæinn á Skipum. Br. J. segist muna eftir, að lítil á hafi
runnið til sjávar úr austurenda dælarinnar og verið nefnd
Skipaá, en skömmu eftir 1860 hafi sjávarflóð eitt mikið bor-
ið svo mikinn sand í framanverðan farveg hennar, að hún