Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 266
256
Ritfregnir
Skímir
með sterkum, ógleymanlegum svip; en það vakir ekki annað fyrir höf-
undi en að fræða Bandarikjamenn um megindrætti í sögu Suður-Amer-
iku, sem honum blöskrar, að þeir skuli upp og ofan ekki kunna nein
skil á. Þama em milljónaþjóðir, sem byggja sömu heimsálfu og við,
segir hann við landa sína, — eiga merka sögu og menn, sambærilega
stórmennum annarra þjóða, en við vitum lítið um þessa sögu eða afrek
þessara manna.
Það er vafalaust mjög fróðlegt fyrir okkur Islendinga að hugleiða
þessar upplýsingar van Loons. Við höldum áfram að hneykslast á því,
ár eftir ár, hve heimurinn viti lítið um fsland. Við emm þó bráðum
orðnir 150 þúsundir. Sumir vildu til skamms tíma kenna þetta Dönum,
þeir hefðu liklega falið ísland fyrir umheiminum.
Þessi bók minnir okkur á, hve heimurinn er stór, og nær langt út
fyrir fsland.
Þá er hér önnur bók um sögulega persónu, en skáldsaga, og eitt stór-
fenglegasta verkið í þessum bókaflokki. Hefði verið æskilegt, að þýðand-
inn hefði gert nokkra grein fyrir því í eftirmála sínum, að hve miklu
leyti verkið er reist á sögulegum sannindum. Það er Gunnar Gunnarsson,
sem hefur þýtt Mikkjál frá Kolbeinsbrú eftir Heinrich von Kleist, og
er ánægja að sjá, hve íslenzka hans er svipsterk og hrein, eftir langa
utanvist skáldsins.
Mikkjáll frá Kolbeinsbrú, þýzkur bóndi og hestakaupmaður á sextándu
öld, á í skapi sínu megindrættina í sálfari heillar þjóðar, eins og það
er enn í dag. Hann er í upphafi sögunnar heiðarlegur, réttsýnn og dug-
legur maður, sem verður fyrir þeim ójöfnuði, að aðalsmaður lætur taka
af honum fallegan hest í lögleysu, hafa klárinn í haldi, þrælka hann,
misþyrma honum, skila honum loks aftur sem grindhoraðri uppgjafa-
bikkju. Mikkjáll krefst fullra skaðabóta, en yfirvöldin draga taum aðals-
mannsins og leggjast á eitt um að þagga málið niður. Sá sem þekkir
Þjóðverja, geðmikla menn og óvægna, hefur séð þá þrútna af reiði yfir
móðgun eða órétti og heyrt þá segja þessi þar í landi tíðsögðu orð: —
das lassen wir uns nicht gefallen, þetta látum við ekki bjóða okkur! —
hann skilur það, sem nú gerist í sál bóndans.
Hann selur jörð sína, kemur öllum eigum sínum í peninga og fer í
stríð við aðalsmanninn — stríð upp á líf og dauða. Hann skal klekkja
á óvini sínum, hann skal ná rétti sínum, hvað sem það kostar —- þó að
það kosti allar eigur hans og af hljótist yfirgangur og glæpir, hundrað-
fallt hörmulegri en allt, sem á undan var gengið, — hann skal í stríð
við allan heiminn, ef á þarf að halda. Fyrst brennir hann upp höll
óvinarins, sem sleppur úr greipum hans, síðan byrjar miskunnarlaus hern-
aður gegn öllum, sem hugsazt geti að haldi verndarhendi yfir aðals-
manninum. Og óaldarlýð úr öllum áttum drífur að þessum nýja for-
ingja, brennuvargi, ræningja og morðingja. Og þegar vald hans stendur