Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 257
Skímir
Ritfregnir
247
Undanfarinn áratug hafa verið gefin út fjölmörg rit um su0u einstakra
héraða og byggðarlaga. Um gjörvallt landið virðast menn hafa geysi-
mikinn áhuga á öllu því, er lýtur að sögu hyggða þeirra. Átthagafélög
hafa verið stofnuð í höfuðstaðnum í því skyni að varðveita tengsl og
tryggð borgarhúa við þá landshluta, er þeir hafa flutzt úr eða eru
ættaðir frá. Rit þessi eru vafalaust misjöfn að gæðum, en nokkur fengur
mun að flestum þeirra og sumum mikill. Yerður ekki annað sagt en
bókmenntastarfsemi þessi sé í heild sinni til þjóðþrifa. Eitt merkasta hlut-
verk hennar er það að bjarga frá algerri glötun ýmsum fróðleik úr lífi
þeirrar kynslóðar, sem nú er óðum að kveðja og hjó við allt önnur kjör
og lífsskilyrði en miðaldra menn og þaðan af yngri, enda muna gamlir
menn háttu fólks til sjávar og sveita, sem harla fráhrugðnir voru því,
er nú tíðkast. Vissulega er það góðra gjalda vert að rita sögu byggðanna
frá öiidverðu, en að minni hyggju ætti a. m. k. fyrst um sinn að leggja
mesta rækt við 19. öldina og fyrstu áratugi 20. aldarinnar, því að enn
geymist um þá tíma í manna minnum ýmislegt verðmætt, sem ekki
verður tiltækt í framtíðinni, en um löngu liðna tíma þarf að sækja allt
í skjöl og skilríki, sem eftirkomendur vorir ættu ekki að hafa lakari
aðstöðu til að vinna úr en vér.
Rreiðdalur er fremur lítil og afskekkt sveit á Austurlandi, en hin hú-
sældarlegasta, og er margt merkra manna þaðan upprunnið. Fyrir
skemmstu kom út myndarlegt rit um dalinn og sögu hans, og nefnist
það Breiðdæla. Hún er röskar 20 arkir í stóru hroti auk formála og
mynda, og er vafasamt, hvort gefið hefur verið út jafnmikið rit um aðra
sveit á Islandi, ef miðað er við stærð og íbúafjölda.
Breiðdæla skiptist í 11 sjálfstæða þætti eða kafla eftir ýmsa Breiðdæli.
Tveir þeirra eru eftir dr. Stefán Einarsson auk formála fyrir bókinni
og inngangsorða að allmörgum þáttunum, og bersýnilega eiga Breiðdæl-
ir bókina mikið starfi og leiðbeiningmn Stefáns að þakka, enda mun
hann eiga frumkvæðið að ritinu (sbr. upphaf formálans og bls. 305), en
eins og mörgum mun kunnugt, er Stefán Breiðdælingur að ætt og upp-
runa.
Fyrsti kaflinn er Lanínáms- og byggfiarsaga Breifidals eftir Stefán Ein-
arsson, greinagott yfirlit, eins og vænta má. Heimildir um þetta eru
harla fáskrúðugur, þegar Landnámu sleppir, svo að höfundi er af þeim
sökum markað þröngt svið. Hann gerir sér þó mikið far um að grafast
fyrir um uppruna landnámsmannanna með því að athuga nöfn þeirra
og ömefni í dalnum. Bendir ýmislegt af því, er Stefán dregur fram,
í þá átt, að margir þeirra hafi komið vestan um haf. Má þar til nefna
bæjamafnið Jórvík. Hins vegar þykir mér höfundi takast miður, er hann
reynir að tengja ýmis örnefni persónum í fomaldarsögum og Islendinga-
sögum, enda er erfitt að henda reiður á því efni. Um síðari alda byggðar-
sögu styðst dr. Stefán eingöngu við prentaðar heimildir. Vafalaust hefði
mátt finna ýmislegt um þau efni í óprentuðum gögnum í Landsbókasafni