Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 57
Skírnir
Rúnasteinninn frá Kensington
49
En hvers vegna láta menn ekki undan þeim rökum, sem
ristan sjálf ber utan á sér? Hvað er við að styðjast, þegar
menn lýsa ristuna ósvikna? Hvaða undirstöðu geta trúmenn-
irnir fundið traustari en sjálfa ristuna? Hver eru rökin?
Það er skiljanlegt, að til séu menn, sem væri yfrið kært
að hafa ósvikna rúnaristu inn í miðri Minnesota, en annars
eru, að því er ég fæ séð, þrjár röksemdir, sem færðar
hafa verið fyrir því, að minnismerkið sé ósvikið: kringum-
stæðurnar, þegar steinninn fannst, támasetningin 1362 og í
þriðja lagi málfræðileg leiðsögugetgáta, sem sýnilega hefur
haft sannfærandi áhrif, og það ekki aðeins á almenning,
heldur og marga kunna fræðimenn. Það er Holand, sem í
upphafi kom fram með þessi rök, sem stuðningsmenn hans
lofa, af meiri eða minni fimleik. Nú er rétt að athuga þess-
ar röksemdir eina eftir aðra, og þær verða að vera mjög
sterkar, ef þær eiga ekki að bila undan þunga ristunnar
sjálfrar.
Hvemig hagaði til, þegar steinninn fannst? Vit-
neskjan um það styðst vitanlega fyrst og fremst við frá-
sagnir öhmans hónda.
Steinninn lá imdir tré, sem hann hjó burt, og stofn og
rætur hafa auðvitað ekki varðveitzt. Þegar Holand kom svo
til Kensington — 9 ámm eftir fundinn —, grennslast hann
eftir, hvemig steinninn lá, og fær um það vitnisburð 20. júlí
1909, vottfestan af notarius publicus. Skýrsla öhmans hljóð-
ar svo (kaflar): „Þegar ég mddi burt ösp einni, sem var
um 10 þuml. (inches) að þvermáli niður við jörð, tók ég
eftir flötum steini rituðum letri, sem mér var óskiljanlegt.
Steinninn lá rétt fyrir neðan yfirborð jarðar . . . Tvær aðal-
rætur trésins héldu utan um steininn á þann hátt, að steinn-
inn hlýtur að hafa verið þar að minnsta kosti eins lengi og
tréð.“ i)
1) ÞaS er ekki ómerkilegt að lesa annan vitnisburð öhmans um
fundinn. Sá vitnisburður finnst meðal plagga von Friesens í háskóla-
bókasafninu í Uppsölum. Eftirritið er vottfest af Jos. E. Osbom, skrifara
í „skrifstofu ríkissaksóknara". Vottorð öhmans hljóðar svo: „Kensington
9. des. 1909. Mr. Warren Upham. St. Paul. Móttekið bréf yðar, og verð að
4