Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 146
136
Haraldur Matthíasson
Skírnir
dóttur ölvis barnákarls, kómu til íslands byggðar snimma.
Þeir námu Hrunamannahrepp svá vítt sem vötn deila.1)
Bröndólfr bjó at Berghyl. . .. Már bjó at MásstöSum.
Landamerki þeirra bræðra eru mjög glögg. Hvítá er að
utan, en Stóra-Laxá að austan og framan. Orð Stb. og Þb.,
að Naddoðarsynir hafi numið hreppinn „svá vítt sem vötn
deila“, verða eigi skihn öðru vísi en svo, að þeir hafi numið
allan hreppinn. En þegar á eftir er sagt, að aðrir hafi numið
efri hluta hreppsins. Virðist þetta ónákvæmni. En í Hb.
stendur: „svá sem vatnföll deila þann veg“. Eigi verður full-
yrt, hvor textinn er upprunalegri. Sturla ritar Landnáma-
bók sína eftir Styrmisbók. Haukur hefur Sturlubók fyrir
sér, en notar auk þess Styrmisbók. Hér hefur hann því vik-
ið frá texta Sturlubókar. Er því ekki ólíklegt, að Hb. sé hér
samhljóða því, er staðið hefur í Styrmisbók. Sturla kynni
að hafa vikið frá þessum orðum Styrmisbókar, af því að hon-
um hafi þótt þau óskiljanleg, en Haukur tekið þau upp aftur,
af því að hann hafi treyst Styrmisbók betur. Haukur hlýtur
að hafa haft gilda ástæðu til að vikja frá hinu ljósa orðalagi
Stb. og taka upp hið óljósa orðalag, sem í hans bók er. Því
miður er texti Hb. hér lítt skiljanlegur, en þó virðist, að
með honum sé eitthvað verið að draga úr því, að þeir bræð-
ur hafi numið hreppinn allan svo vítt sem vötn deila. Hann
kynni að þýða eitthvað á þá leið, að þeir hafi numið hrepp-
inn eins og vötn (Hvítá og Laxá) deila þaxm veg, er fram
veit, en ekki þann veg, er upp snýr. Þetta verður þó eigi
fullyrt, til þess eru orðin of óljós, en sé þeim sleppt, vantar
nauðsynlega skýringu á atriði, sem höfundi Landnámu er
fullkunnugt um. Hann veit vel, að þeir bræður nema ekki
hreppinn allan. Það sést á því, er síðar kemur. Sé hér
skekkja, stafar hún því af ógáti, en ekki ókunnugleik, því
að rétt á eftir segir Landnáma berum orðum, að aðrir menn
hafi numið efri hluta Hrunamannahrepps.
Upptakmörkin á landnámi þeirra Bröndólfs og Más eru
ekki nefnd hér. Frá þeim er skýrt, þá er sagt er frá landnámi
1) Svá sem vatnföll deila þann veg Hb.