Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 196
186
Björn K. Þórólfsson
Skímir
rímur. Menn hafa talið Rögnvald blinda Eyfirðing, en mál-
stig rímna hans (fullkomin afkringing y-hljóðanna) gæti bent
til Vesturlands.
Þá komum vér að rímnaskáldi, er mun vera yngra en þau
tvö, sem nú var um rætt, en vitneskja vor um þann mann
er þó lítil. Það er höfundur Hálfdanar rímna Eysteinssonar
gömlu. Ámi Magnússon hefur skrifað neðan máls á fremstu
blaðsíðu þeirra í AM 612, 4to: „Árni nokkur Jónsson hefur
kveðið þessar rímur.“ Aðra heimild þekkjum vér ekki um nafn
skáldsins, en vart mundi Árni Magnússon skrifa þetta án
þess að hafa eitthvað fyrir sér, þó að ráða megi af orðalagi,
að hann viti lítið um nafna sinn. Höfundur Hálfdanarrímna
hefur verið Lútherstrúar, og áhrif frá Davíðssálmum í þýð-
ingu Odds Gottskálkssonar sýna, að þær geta ekki verið ort-
ar fyrr en um miðja 16. öld. Líkur henda til þess, að Egils
rímur einhenda, Rollantsrímur af Ferakutsþætti og fyrri
(yngri) hluti Ræringsrímna gömlu séu eftir sama skáld sem
orti Hálfdanarrímur. Eglur, Rollantsrímur af Ferakutsþætti
og Ræringsrímur em í skinnbókinni Stokkh. 22, 4to, og má
telja það sönnun þess, að þær séu ortar nokkuru fyrir lok
16. aldar, enda em þær um allt fornlegri en rímur hinna
nafngreindu skálda á síðara hluta þeirrar aldar, sem brátt
verður imi talað. Höfundur Egilsrímna nefnir sig kotkarl,
og sé tilgáta mín um sameiginlegan höfund þeirra og Hálf-
danarrimna rétt, hefur Ámi þessi Jónsson verið bóndi.
Fleiri nafngreind rímnaskáld er ekki um að ræða allt frá
upphafi rimnagerðar fram um siðaskipti eða í fullar tvær
aldir. Rímnaflokkar þeir, sem þessum skáldum verða eign-
aðir með frambærilegum rökum eða sæmilega miklum lík-
indum era aðeins lítill hluti þeirra rímna, sem sannanlega
em frá þeim öldum. Að vísu binda skáld stundum nöfn sín
í rimum, en vér erum litlu nær, aðeins skímarnöfnin hund-
in og ekki hægt að gizka á þekkta menn. Ekki er um það
að ræða, að skáldin tímasetji rímur sínar. Þegar frá er skil-
in Ölafs ríma Haraldssonar, er ekki til svo mikið sem eitt
rimnaerindi í eldri handritum en frá 16. öld. Sést af öllu