Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 41
Skírnir
Rúnasteinninn frá Kensington
33
málflutningsmaðurinn 0. D. Wheeler; F. J. Schaefer, „forseti
í St. Paul Seminary“ og Dr. Warren Upham, „jarðfræðingur
og ritari félagsins“. Þessi nefnd, sem að dómi Holands hefur
unnið það afrek á sviði norrænna málvísinda og rúnafræði,
sem „ef til vill er hið mikilvægasta framlag til fullkomins
skilnings þessa rúnasteins11,1) segir frá hæfni sinni til verks-
ins á þessa leið: „Allir nefndarmenn nema einn eru mál-
fræðingar og hæfir að dæma um málfræðileg rök, með og
móti, og við höfum reynt að bera saman eins og dómarar
rökin, sem komið hafa fram.“2) Fyrir sérfræðing í mál-
fræði valdi nefndin prófessor Gisle Bothne frá Minnesota-
háskóla, en það val hefði getað verið betra frá sjónarmiði
nefndarinnar. Holand segir: „Þegar hér var komið, var sum-
arfríið byrjað, og Bothne sendi orð, að hann gæti ekki tekið
við útnefningunni, þar sem hann væri að fara hurt. Nefnd-
in valdi ekki annan nefndarmann, en gaf álit sitt í desem-
ber 1910.“ 3) I riti, sem síðar kom út (1940), gefur Holand
upplýsingar, sem helzt hefðu átt að standa þegar í fyrstu bók
hans: „hann (þ. e. Bothne) bætti því við, að hann héldi ekki,
að ristan væri ósvikin, af því að hann áleit málið rangt.“
Ur því svo er í pottinn búið, kynni bréf sérfræðingsins til
nefndarinnar að þykja skipta máli. Bothne skrifar m. a.: „Ég
hef rannsakað skýrslu ykkar gaumgæfilega, hef farið til Ken-
sington og héraðsins þar í kring og hef lesið mest af rit-
gerðum og greinum, sem koma steininum við. Ég hef alla
tíð haldið, ásamt með hinum miklu fræðimönnum Noregs
og Svíþjóðar, Magnúsi Olsen, Moltke Moe, M. Hægstad,
Bugge, Noreen, Schiick,4) Monteliusi, að málið sé of ungt,
auk þess sem það er vitlaust; nánari rannsókn orðanna hef-
ur ekki breytt skoðun minni .. .“ I hina miklu fylkingu
norrænna sérfræðinga, sem Gisle Bothne telur upp, þegar
hann skorast undan að vera i hópi „málfræðinga“ nefndar-
1) The Kensington Stone, bls. 10; Westward from Vinland, bls. 105.
2) The Kensington Rune Stone. Preliminary Report af the Minnesota
Historical Society by its Museum Committee, Dec. 1910, bls. 36.
3) The Kensington Stone, bls. 11.
4) Nafnið er lesið ‘Schrick’ af Minnesotanefndinni! Sjá tilv. r., bls. 49.
3