Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 238
228
Ritfregnir
Skirnir
um, hef ég það eihkum að athuga, að mér finnst Beck þar — líkt og
Stefán var — helzt til mikill jafnaðarmaður. Að mínu áliti hefði átt
að fjalla hér langmest rnn höfuðskáldin sex, Bjama, Jónas, Matthías,
Grím, Einar og Stephan, en verulegum mun minna um þau, sem standa
skörinni lægra, hvað þá um hin, sem neðar eru sett. Að sjálfsögðu
skrifar Beck mjög misjafnlega mikið um skáldin og greinir oftast minnstu
spámennina frá með því að hópa þeim saman. En mér finnst, að víða
hefði mismunurinn átt að vera meiri og hlutföllin að öðru leyti sums
staðar önnur en þau eru. Grímur Thomsen hlýtur aðeins blað um fram
Jóhannes úr Kötlum og blaði minna en Davið Stefánsson. Um Einar
Benediktsson er og ekki nema tæpu blaði meira en um Guðmund Frið-
jónsson (eða, ef tekin eru bókmenntasögubindin bæði, er 4 bls. lengra
mál um Guðmund en Einar). Hins vegar fær Jakob Thorarensen hér
ríkulega uppbót á þær 10 línur, sem um hann voru skrifaðar í rithöf-
undasögunni, þar sem hann fyllir hér rúmlega helming á við Bjarna
frænda sinn, eða nokkru meira en hvor um sig, Sigurður Breiðfjörð og
Bólu-Hjálmar. Frá þýðingum Magnúsar Ásgeirssonar er skýrt í þrisvar
sinnum lengra máli en þýðingum Matthíasar, og fleira mætti nefna.
Víðast hvar er þó auðséð, að höfundur hefur hugsað allgaumgæfilega
fyrir skiptingu rúmsins, þótt hver kunni að meta það nokkuð með sín-
um hætti.
En meira máli en efnisskipan og lengdarhlutföll skiptir hitt, hvað og
hvernig um skáldin er skrifað. Og þar finnst mér höfundi yfirleitt hafa
farnazt giftusamlega. Það er auðvitað ekkert afrek að benda á sitt hvað,
sem sakna mætti, þar sem skrifað er lengst mál um eitt skáld 10Y2 bls.,
og skoðanamunur hlýtur að vera um suma dóma, án þess að úr því
verði ávallt skorið, hver réttast hafi að mæla. T. a. m. hefði mátt koma
skýrar fram sú heimspeki vetrarins, sem Bjarni boðar: að náttúruharkan,
kuldi og óblíð lífskjör hafi herðandi uppeldisáhrif, auki manngildið. 1
náttúrukveðskap Jónasar finnst mér höfundur leggja of einhliða áherzlu
á lýsingamar, en ekki nægilega á hitt, hvemig Jónas getur — ef svo
má að orði kveða — laðað fram hugblæ náttúmnnar, eðli hennar og
inntak, seitt fram sál hennar. Jóns Þorlákssonar er ekki helzt getandi í
sambandi við Jónas vegna þess, að Jónas orti kvæði eitt með hliðsjón
af kvæði eftir Jón, heldur vegna þeirra merkilegu og frjóu áhrifa, sem
Jón hafði á orðaval, orðsköpun og stílblæ Jónasar. Og nefna hefði mátt
stiláhrif Gröndals á Matthías eins og á Kristján Jónsson. Ekki hefði verið
úr vegi að minnast á ástakveðskap Sigurðar Breiðfjörðs, þar sem hann
hefur gert með beztu ástavísum af sínu tagi á íslenzku, eða kvæði Jóns
Thoroddsens af stúdentalífinu í Höfn, sem em hið nýstárlegasta í kveð-
skap hans. Ekki var síður ástæða til að geta um útgáfu Grhns Thom-
sens á Sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar en útgáfu Einars
Benediktssonar á Urvalsritum Sigurðar Breiðfjörðs. Og ekki fæ ég skil-