Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 67
Skímir
Nýja Testamentis-þýðing Jóns Vídalíns
59
biskupa, en hann er óbeinn. Þeir hafa haft í hyggju að gefa
út nýja Biblíu og ætlað sér að notfæra allt nýtilegt úr eldri
þýðingum. Til þess að skapa sér yfirlit yfir eldri þýðing-
ar safnaði Hannes öllum orðamun úr þeim. Er það varðveitt
í eiginhandarriti hans í handritasafni Landsbókasafnsins,
Lbs. 17—19, 4to. Er þar að finna margar athyglisverðar upp-
lýsingar, enda rúmlega 1200 blaðsíðna rit. Hann vitnar þar
í sambandi við Steinsbiblíu í óprentaðar þýðingar séra Páls
í Selárdal, einkum þó guðspjöllin, og Páls pistla Jóns biskups
Vídalíns. Einhver hefur gjört útdrátt úr því riti um 1800
og þá sérstaklega með tilliti til séra Páls; er þetta að finna
í Lbs. 20, 4to.
Hér kemur það fram, að Páls-pistlamir hafi verið til hér
á landi og kunnir Hannesi biskupi. Hitt kemur og fram, sem
áherzla er lögð á í grein þessari, að guðspjallaþýðingar séra
Páls getur einkum í sambandi við afbrigði Steinsbiblíu, er
hún er borin saman við Þorláksbiblíu. Hannes biskup virð-
ist tengja saman guðspjallatexta séra Páls og Steinsbiblíu.
Nú vill svo til, að í handritasafni Landsbókasafnsins, Lbs.
11—12, 4to, finnum vér eiginhandamppkast Jóns biskups
að þýðingu Páls-pistla og skýringum þeirra. Er þetta ekki
ómerk heimild um vinnubrögð hans, hvemig hann velur og
hafnar þýðingum. Hitt er svo einnig auðséð af uppkastinu,
að hann hefur haft grískt testamenti við þýðinguna. Víða
bregður fyrir svip grískunnar í fmmdráttunum, sem hann
lagfærir svo á eftir. Auk þessa em grískar og latneskar klaus-
ur páraðar innan mn setningarnar. Þessi rit eru færð í let-
ur um 1710.
1 Lbs. 189, fol. finnum vér þessa þýðingu hreinskrifaða.
Textinn sjálfur er ritaður með settletri næst kili og efri rönd,
en skýringamar ritaðar með fljótaskrift í spássíu utan með
og neðan. 1 handritaskrá Landsbókasafnsins stendur, að ein
hönd sé á ritinu. Það er ekki rétt. Hendurnar em tvær. Sú
fyrri frá upphafi og út að Kólossubréfinu (1.—97. bl.), hin
höndin tekur þar við og út (98.—162. bl.). Svo einkenni-
lega vill tdl, að einmitt þar sem síðari höndin tekur við, er
farið að nota annan pappír. Að vísu er pappírinn svipaður