Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 142
132
Haraldur Matthíasson
Skirnir
tekið. Verður síðar vikið nánar að því. Þetta má sanna með
fjölda dæma. Hér nægir að nefna tvö. Landnámsmörk Ölafs
tvennumbrúna eru tilgreind, þar sem miða má við ár og læki.
Að öðru leyti eru þau ekki nefnd. Mörkin milli hans og
þeirra, er nema Villingaholtshrepp og Hraungerðishrepp, eru
þvi ekki nefnd á nafn. Þau eru á Merkurhrauni. Þar er flat-
neskja og engin kennileiti. Sama er að segja um landnám
Þrándar mjögsiglanda. Sagt er rétt og greinilega frá þeim
vatnsföllum, er marka landnám hans, en ekkert þar fram
yfir. Þess vegna eru mörkin milli hans og Ófeigs grettis
ekki nefnd.
Einnig kann að sýnast villandi að miða landnám Þor-
bjarnar við Kálfá, þar sem landnám hans náði út að Laxá.
En einnig þetta er í samræmi við aðrar landnámslýsingar.
Höfundur Landnámu nefnir oft eigi takmörk landnámsins,
ef það hefur sérstakt nafn. Má nefna mörg dæmi því til
sönnunar, en nóg er að benda aftur á lýsinguna á landnámi
Ketilbjarnar gamla í Grímsnesi og Biskupstungu (ytri tung-
unni). Vatnsföll marka þessar sveitir á flesta vegu. Auð-
velt var t. d. að segja, að Biskupstunga væri milli Kalda-
kvíslar og Brúarár. En höfundi Landnámu hefur þótt það
óþarfi. Nafnið Biskupstunga var nóg. Höfundur hefur gert
ráð fyrir, að menn vissu hvar hún væri. öðru máli var að
gegna, þegar kom austur yfir Tungufljót. Það land hafði
ekki sérstakt nafn, var aðeins kallað eystri tungan. Því var
nauðsynlegt að segja, milli hvaða vatnsfalla það land var.
Sama er að segja um landnám Þrándar mjögsiglanda. Það ber
ekkert nafn. Þess vegna þurfti að lýsa svo vel, hvar það væri.
Sé landnámslýsing Þorbjarnar laxakarls skoðuð í þessu
ljósi, verður hún skiljanleg og eðlileg. Hún er í alla staði
rétt, og þar vantar ekkert, sé miðað við þær reglur, er höf-
undur fylgir í frásögn sinni. Höfundur gerir ráð fyrir, að
menn viti, hvar Gnúpverjahreppur sé, og nefnir því ekki,
að hann sé milli Þjórsár og Laxár. Mér virðist þetta fremur
benda á kunnugleik en ókunnugleik. Ókunnugum manni hefði
fremur þótt þörf að segja, hvar Gnúpverjahreppur væri.
Þorbjöm bjó hinn fyrsta vetur að Miðhúsum. Sá bær er