Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 164
154
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
standa ógn af bannsöngvum kirkjunnar og kárínum, en þar
var heldur ekki lengur skjóls að leita, ef í nauðir rak. Fannst
og brátt á, að Alþingi mátti sín héðan af of lítils í viðskipt-
um við konung og mnboðsmenn hans. Bætti og ekki úr skák,
að konungur gerði sig að erfingja að drjúgum hluta af eign-
um kirkjunnar og tekjum og hirti afraksturinn af þeim til
sinna nota utanlands. Þetta og svo hitt, með hverjum hætti
síðasta lotan í siðskiptabaráttunni hér á landi var háð, var
ekki beinlínis til þess fallið að fylla menn hrifningu yfir
umskiptunum, jafnvel ekki einu sinni þá, sem hér stóðu
næstir verki, hvað þá er lengur leið frá og áhrif athurðanna
komu hetur í ljós. Um þetta eru nógar heimildir frá síðara
hluta 16. aldar.
Ég gat þess að upphafi, að siðskiptaöldin væri öðrum frem-
ur öld stórbrotinna manna og stórkostlegra atburða. Það er
efni þessa máls að minnast stórbrotnasta manns siðskiptasög-
unnar hér á landi, Jóns biskups Arasonar, og stórkostlegasta
atburðar þeirrar sögu, aftöku hans og sona hans, að liðnum
réttum fjórum öldum. Enn í dag bregður ægiljóma á þessa
sögu, þessa minningu, meir en flest eða öll atvik önnur í
þúsund ára ævi þjóðar vorrar. En á því þingi, þar sem
böðulsöxin er látin skera úr málum, er ekki að vænta hóf-
samra málflytjenda né réttlátra dómara. Og á fárra manna
minningu hefur freistað verið að hlaða þyngri sakargiftum,
lasti og óhróðri. Verður nánar að því vikið síðar. En hafi
Jón Arason látið lífið sem réttur óbótamaður fyrir dómstóh
óvina sinna og andstæðinga, hefrn: því dómsorði löngu verið
hrundið fyrir dómstóli tímans í meðvitund þjóðarinnar. Ég
ætla, að enginn íslendingur hafi komizt nær því að mega
kallast þjóðhetja en Jón biskup Arason. Sjálfur Jón Sigurðs-
son, er manna bezt þekkti og skildi sögu þjóðarinnar, kall-
aði hann hinn síðasta íslending, og leit hann þá að vísu til
þess tíma, er siðskiptum fylgdi. Ötahn eru þau skáld, er í
ljóðum hafa dáð hann og baráttu hans, allt frá dögum þeirra
Ólafs Tómassonar og Odds handa Halldórssonar, er kaha má
samtímamenn Jóns biskups, og fram á vora daga. Um hann
hafa verið ritaðar tvær stórar skáldsögur, tvö leikrit og tvær