Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 48
40
Sven B. F. Jansson
Skírnir
eða enn auðveldara í bók danska lærdómsmannsins dr. E.
Kromans um sögu og þróun skriftarinnar í Danmörku ...
Jafn-saknæmt er svo ö-ið á rúnasteininum, með tveimur
punktum, en sá háttur fór ekki að tíðkast í Svíþjóð fyrr en
um siðaskipti. Hér er með öðnun orðum rúnasteinn, þar sem
notuð er rún (n), sem hverfur um 1100, en um leið við
höfð tákn —- j og ö — sem verða til um 1550, og á stein-
inum stendur þó, að hann sé frá 1362!“ Það væri freistandi
að halda áfram, en þetta nægir. Ég skal aðeins gefa próf.
Thalbitzer orðið; hann lýkur umræðu sinni um „rúnimar“
þannig: „Djörfungin í rúnaafbrigðunum — og það jafnvel
að meðtöldu hinu hljóðfræðislega h-i — hlýtur miklu frek-
ar að vekja traust á ristunni, að hún sé ósvikin. Eða með
öðrum orðum: allt sem brýtur móti venjunni, má taka sem
vitni um leturlag frá miðöldum, sem áður var óþekkt.. Sér-
kennilegan ritara eða klerk. Einstakt tilfelli!“ i)
Auk rúnastafanna eru á Kensingtonsteininum nokkur tákn
tölustafa. Holand kallar þau „merkilegasta atriðið í rúnum
Kensingtonsteinsins“,1 2) og hann og fylgismenn hans gera
mikið veður úr því, að tölustafirnir sýni, að ristan sé ósvikin.
1 þessu sambandi getur Holand3) (og eftir honum Thal-
bitzer4)) um part af rími á skinni í fomleifasafni Öslóar-
háskóla og gefur mynd af. Þeir segja báðir rím þetta vera
frá 14. öld og telja það mikilsvert í umræðunum um tákn
Kensingtonsteinsins. En þetta rím er raunar ekki frá 14. öld,
heldur frá síðara hluta 16. aldar.5) Thalbitzer talar enn
fremur um, að í ristunni sé að finna „fornlegt gyllinital“,
og hann segir: „Að Kensingtonrúnaristarinn hefur notað gyll-
inital rímbókanna með kviststöfum á þennan hátt, sýnir
óbundna, nútíðarlega afstöðu“. Loks varpar hann fram þess-
1) Upphrópunarorðið í texta Thalbitzers sjálfs!
2) The Kensington Stone 124, Westward. from Vinland. 177.
3) The Kensington Stone 129, Westward from Vinland 180.
4) Danske Studier, bls. 15.
5) Sjá Rolf Mowinckel: Norsk pergamentskalender fra 1558 (í Aars-
beretning for Foreningen til norske fortidsmindesmerkers bevaring, aarg.
79, Kristiania 1924).