Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 125
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
115
Loftur gamli nam land „fyrir útan Þjórsá“, „upp tíl Skúfs-
lækjar“ og „upp til Súluholts“. Hásteinn nam land „upp til
Fyllarlœkjar“. Hallsteinn mágur hans fékk „ýtra hlut Eyr-
arbakka“. Önundur bíldur nam land „fyrir austan Hróars-
holtslæk“. Þrándur mjögsiglandi nam land „upp til Kálfár“,
en Þorbjörn laxakarl „ofan til Kálfár“. Ófeigur grettir fékk
„ýtra hlut Gnúpverjahrepps“, en Þormóður skafti hinn
„eystra hlut“. Þorhjörn jarlakappi keypti land „fyrir néSan
Selslæk“. Þannig mætti lengi telja, en þessi dæmi nægja til
að sýna, að í Landnámu er talað um áttir og stefnur í Ár-
nessýslu nákvæmlega eins og gert. er þar nú, aðeins með
þeirri hreytingu, að Landnáma segir „ofan til“ og „fyrir
neSan“, en nú er sagt „fram áS“ og „fyrir framan“.
Áttamiðanir í Ámessýslu em þess vegna því nær eins nú
og á dögum höfundar Landnámu, enda er kunnara en frá
þurfi að segja, hve föst slík orð em í málinu. Áttanöfnin,
sem byrja á land og út, em ljósast vitni þess. Þau em
eldri en fslands byggð, en hafa haldizt í málinu alla stund,
einnig þar, sem austlæg átt er ekki fremur landátt en vest-
læg átt.
LANDNÁM.
Samkvæmt Landnámabók hafa fjórtán landnámsmenn
numið landið milli Þjórsár og Hvítár. Þá em fimm menn,
er kaupa eða þiggja numið land, og em þeir taldir með land-
námsmönnum. Enn fremur nema tveir feðgar land á þessu
svæði til viðbótar landnámi sínu á öðmm stað. Em þeir
taldir hér sem einn landnámsmaður. Verða því alls tuttugu
menn, er land hafa numið milli Þjórsár og Hvítár.
Verður nú rakin frásögn Landnámabókar um landnám
þessi og reynt að ákveða, eftir þvi sem kostur er, legu og
takmörk hvers landnáms með samanburði við staðhætti og
ömefni í héraðinu. Fylgt er frásögn Sturlubókar (útg. 1900),
en annarra gerða því aðeins getið, að efnismunur sé. Víða
má ákveða mörkin með vissu, en sums staðar em þau vafa-
söm. Er þá farið eftir því, er líklegast þykir.
1. Loptr, sonr Orms FróSasonar, kom af Gaulum til Is-