Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 52
44
Sven B. F. Jansson
Skírnir
komum, junnum, havum. Gegn þessari föstu reglu er
auðvitað gagnslaust að vitna til einstakra dæma í fomnor-
rænum bókmenntum.1)
Thalbitzer tekur fram, að sagnorðamyndir Kensington-
steinsins séu ,,‘ganske usandsynlige for en middelalderlig-
skolast-ovet filologs fintfolende oren’! Öheyxðar, ósénar í
skinnbókum frá 14. öld!“
Til að sýna, hve mörgum öldum á undan sínum tíma
Kensington-rúnaristarinn hlýtur að hafa verið, skal láta við
það sitja að vitna til áhts, sem „Námnden för svensk sprák-
várd“ (Sænska málræktamefndin) sendi samkvæmt beiðni
Tidningarnas Telegrambyrá (Símskeytastöð blaðanna) 2. júlí
árið 1945. Þar segir m. a.: „1 stuttu máli má segja, að sænskt
ritmál . .. sé nú á breytingaskeiði að því er tekur til regl-
unnar um samræmi sagnorða í persónuháttum . . . Þróunin
í Svíþjóð fer eflaust í þá átt að sleppa sérstökum fleirtölu-
myndrnn, eins og gert hefur verið í máli norrænu grann-
landanna.“
1 sömu átt bendir beyging fomafna og nafnorða, fro þeno
sten fyrir fra þessom steni. Beyging orðsins man í ristunni
er álíka einkennileg og vöm Holands og Thalbitzers fyrir
þessum myndum. Ristan hefur norrmen, 10 man, 10 mans.
Þegar Holand skrifar t. d. „man = menn, vanaleg þolfalls-
mynd í fleirtölu, sem skiptist á við mœn og menn. 1 Flat-
eyjarbók, handriti sem er eldra en 1380, kemur myndin
mann fram við hliðina á eldri myndinni menn, báðar með
tölum á undan“, þá sýnir hann, að hann kann ekki undir-
stöðuatriði vestumorrænnar málmyndafræði. Dæmin sem
hann vitnar til em í þolfalli eintölu, og það ætti engum
málfræðingi að dyljast.
Lítum nú á önnur dæmi úr málmyndafræðinni. Orðin
1) Dæmasafn Holands er í þessu sambandi alveg gagnslaust. 1 dæm-
um þeim, sem hann vitnar til í The Kensington Stone, bls. 236, standa
sagnorðin í fleirtölu. Þrátt fyrir það er hann svo djarfur að álykta,
að notkun eintölumyndanna í Kensingtonristunni verði „ekki
talin sönnun fyrir því, að hún sé frá vorum dögum“.