Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 274
264
Ritfregnir
Skímir
hefur sýnilega alla tíð verið forvitinn, forvitinn að sjá menn og kynn-
ast þeim, einkum fræga menn og mikla, forvitinn að kynnast nýjum
löndum og borgum og þjóðum. Hann hefur nokkuð af eðli blaðamamis-
ins, sem kann að sjá og segja frá, og hefur auga fyrir því, hvað nýstár-
legt er eða áhugavænlegt. En áhugamál hans ná víðar; hann er forvit-
inn á menntir og vísindi og listir. Atvikin haga þvi svo, að hann elur ald-
ur sinn þar sem hann á kost að svala þeirri forvitni. Mér liggur við að
segja, að hann hafi búið í British Museum í meira en hálfa öld, og svo
sem maklegt er, skrifar hann einn skemmtilegasta kafla bókarinnar um
þann dýrlega stað. Þaðan er honum jafnminnistæður safnskötturinn Mike,
sem gekk þar um og gefinn var sami matur og heilagir kettir á Egypta-
lnadi átu forðum: „Þá held ég nú Mike hafi malað“ — og þeir mjög
svo eftirminnilegu menn, sem dr. Jón hafði í kringum sig — og sessu-
nautur hans þar á safninu um tíma var ekki ókunnari maður en sjálfur
Lenin. 1 hókunum í British Museum hefur dr. Jón grúskað dag eftir dag,
og margt hefur þar orðið á vegi hans, engu síður en úti. Svo virðist sem
liðnir tímar og líðandi stund hafi jafnt dregið hann að sér, og bókin
sýnir þar engin ellimörk.
Engan sem til Lundúna hefur komið mun furða á því, að dr. Jóni
hefur fallið vel í þeirri undursamlegu borg, þó að ekki safnaði hann
þar fjársjóðum þeim, sem mölur og ryð fær grandað. Þegar Jón Stefáns-
son kemur til Lundúna, hefur sjálfsagt engin borg verið frekar heims-
borg en hún, hjarta veraldarinnar, og dr. Jón var maður, sem vel kunni
að meta það.
Frá þessari bækistöð, svo að ég noti dagsins mál, fór dr. Jón leiðangra
í ýmsar áttir; einna skemmtilegust mun mönnum þykja frásagan um
för hans til Mahómetslanda og eyjarinnar Mauritius. Einkum er geð-
felldur kaflinn um Marokkó.
Höfundur tjáir mér, að hann hafi legið á sjúkrahúsi, þegar bókin var
prentuð, og skýrir það, að prentvillur eru margar; hann hefur ekki held-
ur haft tækifæri til að kanna sumt, sem hann hefur eftir minni sínu;
höf. hefur án efa haft mikið minni, og verður þeim mönnum hættara
en öðrum að tortryggja það ekki nógsamlega, þegar þeir skrifa. Af öðru,
sem ég vildi finna að, skal ég nefna kaflann bls. 314'—15; þar hefði
höf. mátt vera minnugur Ira. En ekki skal ég lengra fara út í þessa
sálma; og þegar ég loka bókinni, er það ánægjan, sem ég hef af henni
haft, sem mér er minnistæðust.
Það var skemmtilegt, að öldungnum auðnaðist við heimkomuna að
skrifa bók þessa af útivist sinni. Skírni er ánægja að samfagna gömlum
ritstjóra og þakkar honum bókina. E. Ó. S.