Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 61
Skímir
Rúnasteinninn frá Kensington
53
lands historiske Mindesmœrker, en að mínu áliti er nóg að
lesa um leiðangurinn í riti Gustavs Stoims: Studier over
Vinlandsreiserne, pr. 1888, bls. 73: „Varðveitt er í eftirriti
konungsbréf, sem rétt er að tímasetja í október 1354 ... yfir
leiðangtninn var settur hirðmaðurinn Páll Knútsson ... og
hann fékk sérstakt umboð um útbúnað og mannafla. Til-
gangur leiðangursins er sagður vera að styðja kristnina á
Grænlandi, þ. e. berjast móti Skrælingjum, en þar fyrir má
líka vera ætlazt til, að nýlendunni væri veittur stuðningur
... ef til vill líka að rannsaka hin nýju lönd1)", þ. e.
Markland og Vínland.
„Ekki er beint sagt“, heldur Storm áfram, „hvenær knörr-
inn kom aftur . .. Líklegast mætti þykja, að knörrinn hafi
komið aftur 1363 eða 1364.“ (Um leiðangurinn er gott að
hafa í huga, að ekki er vitað, hvort úr honum varð til Græn-
lands, hvað þá meira.)
Þennan óvissa leiðangur tengir Holand svo við Kensington-
steininn, og hann hefur hlotið mikla frægð fyrir skarp-
skyggni sína.
Það er merkilegt að athuga, að Storm varpar fram hug-
myndinni um nýju löndin. Auk þess reiknar hann út, að
skipið — ef það hefur nú nokkurn tíma farið af stað til
Grænlands — ætti að hafa komið aftur til Noregs 1363 eða
1364. Bókin kom út 1888, Kensingtonsteinninn fannst 1898;
í bókinni var varpað fram hugmyndinni um Vínland, skip-
ið kemur heim aftur 1363 eða 1364. Kensingtonristan árset-
ur sig 1362. f bókinni kemur mjög oft fyrir orðið opda-
gelse. Eina ályktunin, sem unnt er að draga af þessu, er
sú, að Kensington-rúnaristarinn hafi þekkt til leiðangurs Páls
Knútssonar úr sögulegum ritum, lesið sjálfur eða heyrt tal-
að um hann.
Þá er komið að þriðju röksemdinni, sem ég kallaði máls-
legu getgátuna. Það er hún, sem talin hefur verið allra veiga-
mest, jafnvel af málfræðingum. Kenning Holands er sú, að
einkenni áletrunarinnar stafi af því, að hún sé rituð á tal-
1) Gleiðletrað af S. J.