Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 100
92
Björn Þorsteinsson
Skírnir
af enskum eignum var gert upptækt, en um 40 Englend-
ingar voru drepnir hér á landi það ár. Þegar enski flotinn
kom heim eftir þessar ófarir, rituðu Islandsfararnir kóng-
inum og leyndarráði hans mikið kæruskjal á hendur Þjóð-
verjum. Því miður er þetta kæruskjal allmjög skaddað, svo
að ógjörningur er að lesa það að fullu. Þar segir, að árlega
sigli 100 skip eða fleiri frá héruðunum Norfolk og Suffolk
á Englandi til íslands til þess að afla þorsks, ýsu og skreið-
ar til mikilla hagsbóta fyrir allt konungsríkið og tekjuauka
fyrir krúnuna. Á síðustu árum hafi Austmenn frá Hamborg
og Brimum, sem sigla til Islands, valdið Englendingum mikl-
um skaða á þessum slóðum með þvi að bola þeim frá öllum
meginfiskhöfnunum af tómu mikillæti og illgirni í garð
Englendinga. Sömuleiðis hafi þeir upp á síðkastið hækkað
skattana á enskum skipum. En allur þessi yfirgangur nægi
Austmönmnn ekki, því að fyrir þeim vaki það eitt að flæma
Englendinga að fullu og öllu frá Islandi. Þess vegna hafi
þeir drepið á síðasta ári meir en 40 Englendinga þar við
land, en gert upptæk skip þeirra og vöru að upphæð £4000.
Þeir hiðja konung auðmjúklega að rétta hlut sinn við þessa
illræðismenn, þvi að ella muni enginn sæfari þora að hætta
sér til íslands af ótta við Hamborgara og Brimara, sem líti
á sjálfa sig sem höfðingja á Islandi, — „en það land lýtur
Danakonungi, en þeim ekki, þótt þeir ráði þar lögum og lof-
um.“ Þeir minna síðan kommg á öll þau fríðindi, sem Þjóð-
verjar njóti á Englandi, og biðja hann að taka mál sitt til
alvarlegrar athugunar.32 Konungur sneri sér því til Ham-
borgarráðs með ásakanir þegna sinna, en Þjóðverjar leituðu
milligöngu Friðriks I. Danakonungs. Friðrik ritaði Hinriki
aftur langt bréf 13. okt. 1532. Hann segir, að fyrir sig hafi
komið bréf þau, er Hinrik hafi ritað þegmun hans í Ham-
borg um ofríkisverk þeirra við enska menn á íslandi. Ham-
borgarar telji sig saklausa af slíkum verkum, og leitaði Frið-
rik sér því upplýsinga hjá fógetanum á Islandi, Diðrik af
Bramstað, en hann tjáði konungi, að þegnar Englakonungs
hafi í mörg ár á marga vegu „gert voru fólki, sem á Islandi
býr, og öðrum vorum eyjum, óskunda“, hafi heimtað að