Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 237
Skírnir
Ritfregnir
227
stæðari tilvist, þegar uragerð þeirra er nokkuð sveigjanleg. Finnst mér
höfundurinn yfirleitt hafa komizt hér býsna vel frá efnisskipan sinni.
En þar sem við bar, að Stefán þrengdi nokkuð að sumum rithöfund-
unum með knöppum sögulegum viðjum, víkur Beck fremur til gagn-
stæðunnar og losar svo um böndin, að sagan verður með köflum helzt
til laus í reipum. Er það ekki sízt innbyrðis röð skáldanna innan hvers
kafla, sem mér finnst stundum orka tvímælis. Höfundur hefur þar víðast
hvar — og þó ekki undantekningarlaust — fylgt þeirri einföldu reglu
að fjalla um þau í aldursröð, sem vissulega má til sanns vegar færa.
En til þess að fá sem gleggsta heildarmynd bókmenntasögunnar og sjá
skáldin í sem réttastri afstöðu hvort til annars verður oftast happadrýgra
að raða þeim eftir þvi, hvenær þau komu fyrst fram á vettvangi hók-
menntanna, því að þá fyrst verða þau hluttakendur þeirrar sögu, sem
hér á að segja; en sum láta þar til sin taka þegar á unglingsaldri, svo
sem Jón Ólafsson, önnur aðallega á efri árum, eins og Grímur Thom-
sen og Jón Þorkelsson. Nú má að vísu um það deila, við hvað eigi að
miða upphafsþátttöku skálda á bókmenntasviðinu, hvort heldur eigi þar
t. a. m. að fara eftir fyrstu birtingu kvæðis (eða skáldsögu) eða fyrstu
prentun bókar. Yerður raunar að meta það hverju sinni eftir þvi, hve
snemma skáldið tók að setja verulegan svip á bókmenntimar. En nokk-
uð raskar það réttu samhengi að fjalla um Grím Thomsen á undan
„þremenningunum“ Gröndal, Steingrimi og Matthíasi, þótt eldri sé að
árum, því að þeir voru að kalla komnir í þjóðskáldatölu, þegar Grimur
gaf út fyrsta ljóðakver sitt, sem var fálega tekið af flestum. Jón Þor-
kelsson (Fornólfur), sem gaf ekki út Vísnakver sitt fyrr en 1923 og
kom mönnum þá mjög á óvart, er hér settur á milli Jóns Clafssonar,
sem tekinn var þá að gefa út kvæði sín í bókarformi rúmri hálfri öld
áður, og Hannesar Hafsteins, sem orðinn var landskunnur sem ljóð-
skáld fyrir 30—40 árum. Sigurjón Friðjónsson er talinn á undan Guð-
mundi bróður sínum, af því að hann er tveimur árum eldri en hann,
þótt birzt hefðu 3 ljóðasöfn eftir Guðmund, þegar út kom fyrsta Ijóða-
bók Sigurjóns. Næstir á eftir Jóni Helgasyni eru taldir Tómas Guð-
mundsson, sem sent hafði frá sér tvö ljóðasöfn, og Magnús Ásgeirs-
son, sem gefið hafði út eitt kver frumortra kvæða og 5 ljóðaþýðingahefti,
þegar Jón lét prenta Ijóðabók sína, þar sem merkasti hlutinn var mönn-
um að mestu nýjung. Fleiri dæmi mætti nefna hliðstæð þessum. En höf-
undur virðist hafa til þessara efna nokkuð annað sjónarmið en hér er
fram sett, og skal ekki um það sakazt, þar sem heildarmynd hans er
sjálfri sér nokkurn veginn samkvæm og i rauninni ekki óskynsamlega
upp byggð. Það er og kostur að kunna að eiga, er fram líða tímar,
bókmenntasögur með mismunandi niðurröðun og flokkaskipan — ef hver
um sig er reist á réttlætanlegri grundvallarhugsun — því að þá er sið-
ur hætta á, að menn kafni í einni kreddu.
Um hlutfallið milli þess rúms, sem varið er handa einstökum skáld-