Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 138
128
Haraldur Matthíasson
Skírnir
ur milli Þjórsár og Hvítár. Að ofanverðu er Stóra-Laxá, þá
Sandlækur (nú Sandlækjarós) og úr ósbotninum austur í
Þjórsá, sennilega nálægt hreppamörkunum. Að sunnan eru
mörkin á Merkurhrauni. Hefur áður verið á þau minnzt.
Ólafur hefur numið meira en allan Skeiðahrepp, þann er
nú er. Fjórar jarðir norðan og austan Yörðufells teljast nú
til Biskupstungnahrepps: Iða, tvíbýli, Helgastaðir og Eiríks-
bakki. Varla þarf að efa, að þessar jarðir hafi verið í land-
námi Ólafs og í Skeiðahreppi, þótt þær féllu síðar undir
Tungurnar, vafalaust fyrir áhrif frá Skálholti, enda eiga
bæirnir allir kirkjusókn þangað.
Ólafsvellir eru mjög miðsvæðis á Skeiðunum, sé miðað við
landið framan Yörðufells. Sagt er, að Helgi trausti, sonur
Ólafs, hafi búið á Helgastöðum. Eru það munnmæli, sem
hefðu getað myndazt af því einu, að mannsnafn og bæjar-
nafn ber hér saman. En trúlegt er, að Ólafur hafi fyrst
látið af hendi landið fyrir austan og norðan Vörðufell, því
að honum var helzt um hönd að nytja það. Naumast hefur
hann látið land fram fyrir Vörðufell, fyrst hann er heygð-
ur þar. Trúleg virðist sú saga, að Ólafur hafi verið heygður
undir Vörðufelli. Víða er þess getið, að menn létu heygja
sig á fögrum stöðum, þar sem víðsýnt var. Sunnan undir
Vörðufelli er sólríkt mjög, og úr brekkunum er viðsýnt og
fagurt. Þar blasir við hið fagra og frjósama land Ólafs, nema
landið fyrir austan og norðan fellið. Br. J. getur um þá sögn,
að Brúnahaugur sé sama sem „Einbúi“, er stendur í fögrum
hvammi, er Nátthagi heitir, fyrir norðan túnið í Framnesi.
En við uppgröft reyndist þar klöpp ein.1) Ég hef hins veg-
ar heyrt, að Ólafur sé heygður uppi í hlíðinni, skammt frá
Bimustöðum, en sá bær stendur framan í Vörðufelli, neðst
í hlíðinni, og er sá staður fegurstur framan í fjallinu. Br. J.
gizkar á, að Ólafur hafi verið heygður þar niðri í mýrinni,
en hitt virðist mér trúlegra, að hann hafi verið heygður þar
uppi í hlíðinni. Þess er þó að geta, að tveir bæir á Skeiðum,
skammt fyrir framan Bimustaði, heita Efri- og Syðri-Brúna-
1) Árbók Fornleifafélagsins 1894, 15. bls.