Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 178
168
Þorkell Jóhannesson
Skimir
og á Helgafelli o. fl. Mátti kalla, að hann hefði nú náð því
marki, er hann efalaust hafði stefnt að: að sameina lands-
menn á ný undir merki kaþólskunnar. Eitt skorti þó á: að
sveigja Daða Guðmundsson til hlýðni, en héðan af mátti það
virðast auðvelt verk.
Og nú hefst lokaþátturinn. Daða Guðmundssyni hafði ver-
ið stefnt fyrir dóm Orms lögmanns Sturlusonar að Sauðafelli
í Dölum 2. okt. 1550. Til þessa dómþings riðu þeir Hóla-
feðgar og höfðu eigi mikið hð. Verður þeim fimdi eigi lýst
hér, en sýnt er, að Daði bóndi hafði góðan viðbúnað og var
ráðinn í því að sæta engum afarkostum, en þó eigi fráhverf-
ur samkomulagi, ef takast mætti. En hér fór á aðra leið en
ætlað var. Varð fundur þeirra Daða heldur óskipulegur og
lenti í orðakasti og því næst heitingum. Loks réð Daði til at-
lögu og varð lítil viðtaka. Voru þeir feðgar handsamaðir í
kirkjunni á Sauðafelli eftir skamma viðureign, hafðir í haldi
um hrið og dæmdir rétt fangaðir að konungsboði 23. okt.
Skyldi umboðsmaður hirðstjóra, Kristján skrifari, geyma
þeirra til næsta Alþingis, en þar átti fullnaðardómur að ganga
um mál þeirra. Marteinn biskup var viðstaddur Snóksdals-
dóm, nýkominn að norðan úr rúmlega eins árs varðhaldi. Er
til kom, treystist Kristján skrifari ekki til að geyma fangana,
og að hans vilja og skipan voru þeir Jón biskup og synir
hans, Bjöm og Ari, hálshöggnir án dóms og laga í Skálholti
7. nóv. 1550.
VI.
Ég gat þess áður, að lokaþátturinn í sögu Jóns Arasonar
væri bæði mikilfenglegur og furðulegur. Hið fyrra dylst eng-
um og liggur í augum uppi. Hitt verður ráðgáta, hvernig á
því stóð, að Jón Arason sat ekki kyrr á friðstóli að Hólum
við fráfall Gissurar Einarssonar, en hóf í þess stað baráttu,
sem öllum má virðast hafa verið vonlaus frá upphafi. Mark-
mið hans er ljóst. Það er endurreisn kaþólsku kirkjunnar á
Islandi. Fyrir þá hugsjón lætur hann líf sitt. En eigi fæ ég
skilið Jón biskup Arason svo, að hann hafi leitað píslarvættis
fyrir trú sína, þótt hann væri búinn að þola það, þegar þar
kom að.