Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 206
196
Björn K. Þórólfsson
Skímir
miðað er við það, sem síðar varð. 1 rímum fyrir 1600 eru
bragættir 10 og rímnahættir allir með tilbrigðum innan
við 60.
Á 17. öld fjölgaði rímnaháttum til mikilla muna. Voru
jöfnum höndum fundin ný tilbrigði eldri bragarhátta, nýir
frumbragir og tilbrigði hinna nýju frumbraga. Tilbrigðin
eru tvenns konar. Annars vegar þau, sem eru fólgin í dýr-
leika, ýmist langsetis eða þversetis, aðalhent eða sniðhent og
stundum allt í senn. Hins vegar eru tilbrigði, að vísu miklu
færri, sem ekki eru fólgin í dýrleika, heldur þannig löguð,
að fylgt er fastari reglum en fyrr um gerð háttanna, án þess
að hendingum sé í aukið.
Dýrleikatilbrigði eru flest af ferskeyttum hætti. Nú er
m. a. fundin frumlyklun og tályklun. 1 Krókarefsrímum
Hallgríms Péturssonar er áttunda ríma kveðin undir hætti,
sem hér skal sýna:
Sumir kalla eg lykli lítt,
þó lögiim Kvásis hirði.
Frumhent varla fæ eg hnýtt,
fram þó rása yrði.
Þetta er víxlhent og frumlyklað. Hallgrímur nefnir háttinn
frumhent, sem virðist vel fallið, þó að rímnaskáld og brag-
fræðingar hafi oft notað það bragorð í annari merkingu og
raunar fleiri en einni. Vert er að veita því eftirtekt, að hann
notar sögnina lykla í bragfræðilegri merkingu, og er þetta
elzta dæmi, sem eg þekki um það, að sögn sé bragorð. Tá-
lyklað er m. a. háttur síðustu rimu i Sveins rímum Múks-
sonar eftir Kolbein Grímsson.
Elzta dæmi, sem eg þekki um hringhent og eina dæmið
frá 17. öld, er lokaerindi þriðju rimu í Bellerofontisrímum
(hringhent og tályklað), en þær eignar Jakob Benediktsson
Guðmundi Andréssyni með svo miklum líkum, að víst má
telja. Rímnaskáld fara fm'ðulega seint að kveða þetta til-
brigði ferskeytts háttar, sem síðar varð svo vinsælt. Hér
kemur fram tilhneiging í þá átt að haga hendingum eftir
rímliðum. Eins og áður segir, er hagkveðlingaháttur (sam-
hent hringhent) og skjálfhenda (braghenda hringhend m. m.)