Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 127
Skímir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
117
síðar verið reistur bær nálægt eða á hinum fomu rústum
og nefndur eftir þeim.
2. Þorviðr, sonr Úlfars, bróSir Hildar, fór af Vors til ís-
lands, en Loptr frændi hans gaf honum land á BreiSamýri,
ok bjó hann í Vorsabœ.
Hildur var kona Þorbjamar gaulverska. Hefur Þorviður
því verið ömmubróðir Lofts. Loftur fór ungur til Islands.
Hafi Þorviður verið fullorðinn, er hann kom til landsins,
fær vel staðizt, að þeir hafi báðir verið landnámsmenn.
Eigi verður séð, hversu mikið land Loftur hefur gefið Þor-
viði, því að eigi eru nefnd nein landamerki. Landið er ein
flatneskja og fá kennileiti við að miða. Sennilega hefur
Breiðamýri hin eystri náð allt austur undir Þjórsá. Nú telst
Breiðamýri aðeins ná austur að Hróarsholtslæk. Hið eina,
sem hér getur verið leiðarvísir um landamerki, er Yorsa-
bæjarhjáleiga. Hún er allskammt fyrir framan Vorsabæ og
vafalaust byggð úr landi hans. En langt fyrir neðan Vorsa-
bæjarhjáleigu hafa mörkin naumast verið, því að þá væri
komið miðja vega fram að Gaulverjabæ. Sennilega hafa þau
verið þar, sem nú em mörk fyrir framan Vorsabæjarhjá-
leigu, austur í Skúfslæk og út í Hróarsholtslæk.
Erfitt er að ákveða með vissu landnámin fyrir ofan Skúfs-
læk og austan Hróarsholtslæk. Þar hafa þrír menn numið
land, og er heppilegast að athuga landnám þeirra allra í senn.
3. Þórarinn hét maSr, sonr Þorkels ór AlviSru, Hallbfarn-
ar sonar HörSakappa. Hann kom skipi sínu í Þfórsárós ok
hafSi þjórshöfuS á stafni, ok er þar áin viS kennd. Þórarinn
nam land fyrir ofan Skúfslœk til RauSár méS Þfórsá. Hans
dóttir var Heimlaug, er Loptr gekk at eiga sextugr.
4. önundr bíldr . .. nam land fyrir austan Hróarslœk ok
bjó í önundarholti.
5. özurr hvíti hét rriaSr, sonr Þorleifs ór Sogni. özurr
vá víg i véum á Upplöndum, þá er hann var í brúSför méS
SigurSi hrísa. Fyrir þat varS hann landflótti til Islands ok
nam fyrst öll Holtalönd milli Þjórsár ok Hraunslœkfar. ...
özurr bfó í Kampaholti.
Auðsætt er, hvaða land þessir þrír menn hafa numið. Að