Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 174
164
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
Ólaf Engilbrektsson, hlaut hann að fylgjast vel með í har-
áttu þeirri, er Clafur háði fyrir réttindum kirkjunnar — og
þar með ríkisréttindum Noregs — gegn yfirgangi og ásælni
konungsvaldsins. Athurðir þeir, sem hér gerðust, er lauk
með landflótta Ólafs erkibiskups, undirokun Noregs og af-
námi norska ríkisráðsins, hlutu að hafa djúp áhrif á Jón Ara-
son og koma honum oft í huga, er hann stóð sjálfur í lík-
um sporum og Ólafur Engilbrektsson áður. Er nú komið að
lokaþætti þessa máls, siðskiptabaráttunni hér á landi og mót-
spymu Jóns biskups, er lauk með aftöku hans 1550.
Engar heimildir verða nú til þess raktar, að mótmælenda-
hreyfingin hafi með nokkrum hætti gert vart við sig hér á
landi fyrr en dregur fram um 1530. Hitt er víst, að hún
hefur grafið nokkuð um sig í Skálholtsbiskupsdæmi fáum
árum síðar, þótt lágt færi. Þegar hér var komið, var ög-
mundur Pálsson allmjög bilaður að heilsu og virðist lítt hafa
fylgzt með þvi, sem fram fór, sem gleggst má af því ráða,
að sjálfur Skálholtsstaður verður miðstöð siðskiptastefnunnar,
en helzti forvígismaður hennar einn nánasti samverkamaður
biskups, Gissur Einarsson, er síðar verður eftirmaður hans
á biskupsstóli með sjálfs hans ráði og atbeina. Hins vegar
verða þess engin dæmi fundin, að nokkur maður snúist til
andstöðu við hinn kaþólska sið nyrðra, fyrr en Ólafur Hjalta-
son 1549—1550. Enginn þarf samt að ætla, að menn hafi
þá fremur en nú setið hjá sinnulausir og látið sig engu skipta,
það sem fram fór í kringum þá. Efalaust var mönmun nyTðra
nógu vel kunnugt um hinn nýja sið, og ólíklegt er, að ein-
hverjum hafi ekki virzt sitthvað horfa þar til bóta, þrátt fyr-
ir allt. En áhrifavald og ósveigjanleg andstaða hins vinsæla
biskups varð þeim áhrifum augljóslega langtum sterkara.
Með valdatöku Kristjáns konungs III., undirokun Noregs
og landflótta erkibiskupsins, var siðskiptunum að fullu rutt
til rúms í Danmörku og Noregi. ísland stóð eitt eftir. Árið
1538 mun Kristján konungur hafa sent frumvarp að hinni
nýju kirkjuskipan sinni til Islands, en um hana var þó fyrst
um sinn ekkert ráðið. Það er fyrst 1540 á Alþingi, sem
kirkjuskipanin kemur til álita opinberlega, og svo sem vænta