Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 69
Skímir
Nýja Testamentis-þýðing Jóns Vídalíns
61
fljótaskrift í réttri röð frá bls. 1—252. Samkvæmt ofanrit-
uðu er varla hægt að komast hjá því að álykta, að handrit
þetta sé til orðið á dögum Jóns biskups og líklega að hans
tilstilli í Skálholti, hreinskrift að Nýja Testamentis-þýðingu.
Eftir safnskránni er handrit þetta komið í Konungsbók-
hlöðu úr safni danska fræðimannsins Suhms. Á hvem hátt
það hefur borizt til hans, er þeim, er ritar, ókunnugt. En
Suhm var maður, er safnaði öllu, er hann með einhverju
móti komst yfir, og eignaðist þann veg mjög auðugt og merkt
safn bóka og handrita, en lítt samstætt.
Samkvæmt ofanrituðu er þá búið að færa sönnur á, að í
Kaupmannahöfn hafa þá einnig varðveitzt Páls-pistlar úr
þýðingu Jóns Vídalíns, þrátt fyrir ummæli Jóns Þorkels-
sonar. Það gefur tilefni þess að athuga nánar hin rit Nýja
Testamentisins í téðu handriti.
Við nánari athugun reynast þau vera þýðingar séra Páls
í Selárdal, með smávægilegum orðabreytingum þó. Gefur
það tilefni þess að virða betur fyrir sér handrit þau, er varð-
veitzt hafa af þýðingum séra Páls. Svo vel vill til, að öll
handrit, sem kunn em, af þýðingum á ritum Nýja Testa-
mentisins eftir séra Pál, em varðveitt í handritasafni Lands-
bókasafnsins. Þau em: öll sendibréfin í J.S. 51, 8vo, Matt.
og Post. í J.S. 77, 4to, og Lbs. 188, fol., sem samkvæmt
skránni hefur inni að halda þýðingu á Matt., Lúk. og Post.,
Jóhannesarguðspjall, með eiginhendi séra Páls, og Opb. En
við nánari athugun reynist það að hafa inni að halda, auk
þessara rita, ritgerð um Amen, skýringar og svo þýðingar á
Jak., 1. og 2. Pét., 1.—3. Jóh. og Júdasarbréf.
Svo einkennilega vill til, að Matt. í J.S. 77, 4to, er skrifað
á sams konar pappír og er í Lbs. 189, fol., bl. 98 o. áfr.,
sem áður getur, höndin er með settletri, svipuðu fyrri parti
Lbs. 189, fol.
En í Lbs. 188, fol. era leiðréttingar á texta settar úti í
spássíu á stöku stað. Þær hafa dofnað mjög af raka og sliti.
Auk þess hefur handritið verið bundið upp og skorið. Hafa
leiðréttingar þessar verið skýrðar með pennaföram á seinni
tímrnn, eða skrifaðar upp aftur, þar sem límt hefur verið á