Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 211
Skímir
Dróttkvæði og rímur
201
mælirs hulið molað skal
við mála sal.
Guðmundur kveður lokaerindi nálega hverrar rímu dýrra
en rímuna að öðru leyti, og fyrir koma einnig inni í rím-
unum erindi, sem bera af öðrum að dýrleika. 1 lokaerindum
rímnanna má með sanni segja, að flestu sé fórnað fyxir dýr-
leikann, og er vafasamt, að skáldið hafi alltaf skilið sjálft sig.
— Bragarhættir Olgeirsrímna eru 119, ef öll tilbrigði eru
talin, en hragættir 14.
Auk allra þessara hragarhátta eru í Olgeirsrímum kveðin
refhvörf, og þau kveður Guðmundur allra rímnaskálda bezt.
I rímum frá 17. öld og síðar er það altítt, að skáldin nafn-
greini þá bragarhætti, sem þau yrkja undir. Frá þeirri öld
eru elztu háttalyklar rimna, og var síðan haldið áfram að
semja þá. Þar er mikið ósamræmi um nöfn bragarhátta.
Árni Böðvarsson er afkastamesta og merkasta rímnaskáld
18. aldar. Hann yrkir fyrstur heilar rímur hringhendar, svo
að eg viti. Hringhend er fjórða (síðasta) ríma af Grími
jarlssyni, en þær rímur eru ortar 1741, og áttunda ríma í
Völsungarímum. Hringhenda mun sjaldan kveðin í 18. aldar
rímiun, en á 19. öld þótti hún allra bragarhátta fegurst, og
velja skáldin henni nöfn eftir því. Eitt þeirra nafna er vel-
stigandi, en nafnið hringhenda mun vera mjög ungt. Ámi
Böðvarsson fer með óstýft ferskeytt sem sérstakan bragar-
hátt og nefnir hann hrynjanda (hrynjandi kk. orð), og hefur
það nafn haldizt síðan. 1 hrynjanda eru ójöfnu vísuorðin
einni léttri samstöfu lengri en í ferskeyttu, en að öðru leyti
eru hættimir eins. Ámi fann marga nýja bragarhætti. 1 Brá-
vallarrímum, 10 að tölu, kveður hann hverja rímu nema þá
fyrstu og síðustu undir hragarhætti, sem hann hefur sjálfur
fundið. Einn þeirra (háttur áttundu rímu) er aloddhenda,
sem Ámi nefnir oddhenda þrístiklu:
Mælskan rýr í minni býr,
mærðar snýr so lykla,
óður nýr skal yður skýr,
oddhend dýr þrístikla.
Hér gerir önnur þung samstafa fyrsta og þriðja vísuorðs ekki