Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 117
Skírnir
Islandsverzlun Englendinga
107
Mest ber á alls konar klæði, ensku, flæmsku og marglitu
klæði, sem framleitt var sérstaklega fyrir íslandsmarkaðinn
og nefndist Islandsklæði, og kostaði metrinn 5 fiska. Eng-
lendingar hefja siglingar hingað, er þeir voru sem óðast
að leita ullariðnaði sínum markaða. Þeir virðast ekki
hafa orðið fyrir vonbrigðum varðandi markaðsmöguleikana
hér, því að Hinrik VIII. bollaleggur um það í leyndarráði
sínu árið 1541 að gera út skip til þess að leita landa á svæð-
inu milli Islands og Grænlands, þar eð loftslag á þeim slóð-
um sé sérstaklega gott fyrir verzlun með enskt klæði.73
Talsvert var flutt af líni eða lérefti, enda gengu landsmenn
mjög í línklæðum hið næsta sér, og var verð þess svipað og
klæðisins. Sérstök Htklæði voru flutt hingað, silki, blúndur og
borðar, reimar, leðurskór á konur, karla og börn og stígvél.
Svartir karlmannsskór kostuðu 4 fiska, en kvenskór 3 fiska.
Stígvélin voru úr leðri, oft nærri klofhá og einkum notuð
af höfðingjmn. Ef við færum okkur upp á skaftið, þá fengu
landsmenn höfuðföt, húfur, sem oft eru kenndar við Coven-
try í Englandi. Þær voru ýmist fóðraðar eða einfaldar. I
fornum kaupsetningmn er sagt, að verðlag á slíkri vöru fari
eftir samkomulagi.74 Fyrirmennimir fengu flókahatta og
frúrnar hettur. Af öðrum klæðnaði er helzt að nefna hanzka,
belti, silfurhnappa, og stöku sinnum er getið um innflutning
á tilbúnum alklæðnaði og ábreiðum. íslendingar hafa lengst-
um unnið meginhlutann af klæðnaði sínmn innan lands, og
var svo einnig á þessu tímabili. Menn þurftu því ógrynnin
öll af garni og tvinna, nálrnn, fingurbjörgum og títuprjónum
og auðvitað skæri til þess að sníða fötin. Af matvælum var
mest flutt af kommat, byggi, rúgi og hveiti. Fengust fjórar
tunnur mjöls fyrir hundrað fiska, en þrjár tunnur hveitis.
Allmikið barst hingað af hunangi, bjór, víni og malti. Malt-
ið var notað til ölgerðar, og fengust 6 tunnur af því fyrir
hundrað fiska, fjórðungur af hunangi á 30 fiska, fjórar
tunnur af bjór fyrir hundrað fiska og ein tunna víns á tí-
rætt hundrað. Annars er jafnan átt við tólfrætt hundrað eða
hundrað og tuttugu fiska. Það gegnir nokkurri furðu, hve
mikið er flutt inn af smjöri, oft 10—18 tunnm í hverju skipi