Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 70
62
Magnús Már Lárusson
Skírnir
jaðra blaða til að bæta þá. En leiðréttingar þessar virðast vera
með hendi Jóns biskups, sbr. það, sem áður var sagt um Lbs.
189, fol. Bæði þessi handrit eru keypt til safnsins frá sama
manni, Pétri Eggerz. Bendir það til, þótt engan veginn sé
það óyggjandi, að þau séu bæði komin frá sama stað, ekki
sízt þegar í ljós kemur, að leiðréttingarnar í Lbs. 188, fol.,
standa allar innfærðar í meginmáli hins „nýfundna“ hand-
rits Ny kgl. S. 10, fol.
Eftir þessu virðist Jón biskup Vídalín hafa notfært sér
þýðingar séra Páls, frænda síns, eftir því, sem fært þótti,
en þar eð þýðing séra Páls að Páls pistlunum er svo miklu
hnökróttari en hinar, sem einkum í guðspjöllunum eru marg-
ar hverjar hinar ágætustu að orðfæri, mýkt og nákvæmni,
þá þýðir Jón biskup þá á nýjan leik, óneitanlega með nokk-
urri hliðsjón af þýðingu frænda síns, sbr. dæmin á eftir.
Ókunnugleiki Jóns Þorkelssonar á þessu sambandi milli Jóns
biskups og séra Páls veldur því, að hann telur þýðingu Vída-
líns að mestu glataða, en Hannes hefur hinsvegar fundið að
nokkru hið rétta, þegar hann gjörir yfirlit sitt um textamun
biblíuþýðinganna eldri og tilfærir séra Pál í sambandi við
guðspjöllin, sérstaklega í Steinsbiblíu, en Jón biskup við Páls-
pistlana.
Við athugun á Vídalínspostillu sést, að í útleggingunum
notar Jón biskup orðalag þýðingar sinnar í tilvitnunum til
Páls-pistla og þýðingar séra Páls, þar sem hann vitnar til
Nýja Testamentisins að öðru leyti, eins og eftirfarandi dæmi
sýna, sem tekin eru af handahófi. (Fyrst er tilvitnunin sett
einsog hún er í útg. Vídalínspostillu 1945 (VP), en orða-
munur á henni og frumútgáfunni 1718 á enginn að vera,
nema leiðréttar séu prentvillur. Því næst er tilvitnunin sam-
kvæmt Ny kgl. S. 10, fol. Þar næst samkvæmt Guðbrands-
biblíu, nema í Páls-pistlum, þar er skotið inn þýðingu séra
Páls í J.S. 51, 8vo, og síðast samkv. Steinsbiblíu. I öllum
dæmunum er höfð stafsetning og merkjasetning samkv. venju
nútímans til þess, að textamunur komi betur í ljós.)
VP, bls. 27. Matt. 11:28. Komið þér, sem erfiðið og þunga eruð þjáð-
ir, ég mun endumæra yður. — Sbr. bls. 35, 232, 341, 357, 502, 748, 50.