Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 141
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
131
Það væri því í meira lagi kynlegt, ef slíkar stórvillur væru
í frásögninni um landnámin í þessum eina hreppi.
Hér er ekki nóg að líta aðeins á landnámslýsingu Gnúp-
verjahrepps. Nauðsyn er að bera hana saman við frásögnina
um önnur landnám, þar sem enginn er vafi. Sést þá, hvemig
frásagnarháttur Landnámabókar er. Við þá athugun kemur
í ljós, að orðin „Gnúpverjahrepp allan ofan til Kálfár“ þurfa
alls ekki að benda til, að Þorbjöm hafi numið hreppinn all-
an. En jafnvel þótt texti Stb. og Hb. væri lagður til gmnd-
vallar, þarf hann alls ekki að þýða, að Þorbjöm hafi numið
annað né meira en þann hluta Gnúpverjahrepps, sem ofan
er Kálfár. Er sá skilningur í samræmi við það, sem segir t. d.
rnn landnám Ketilbjamar gamla. Þar segir svo: „Ketilbjörn
nam Grimsnes allt upp frá Höskuldslœk ok Laugardal all-
an ok alla Byskupstungu upp til Stakksár ok bjó at Mos-
felli.“ Auðsætt er, að höfundur Landnámu á hér aðeins við
þann hluta Grímsness, sem er ofan Höskuldslækjar, og þann
hluta Biskupstungna, sem neðan er Stakksár, því að hann
segir sjálfur frá landnámi annarra manna neðan Höskulds-
lækjar og ofan Stakksár. Á sama hátt virðist augljóst, að
orðin „Gnúpverjahrepp allan ofan til Kálfár“ eiga aðeins
við þann hluta hreppsins, sem er fyrir ofan ána.
Orðin „ofan til Kálfár“ em eðlileg, þótt áin renni ekki
þvers fyrir neðan landnám Þorbjamar. Vísast þar til þess,
er áður er sagt um áttamiðanir. Enn í dag mundi sá, er
staddur væri t. d. í Haga, segja „fram að Kálfá“, er hann tal-
aði um neðsta hluta árinnar. Fyrst þegar ofar kæmi með ánni,
mundi hann segja „út að Kálfá“. Þetta orðalag Landnámu er
því í samræmi við málvenju og áttamiðanir í Árnessýslu.
Ófullnægjandi kann að virðast að nefna niðurtakmörkin á
landnámi Þorbjarnar aðeins að því leyti, sem Kálfá markar
þau. En einnig þetta er í algeru samræmi við aðrar land-
námslýsingar. Höfundur Landnámu lýsir yfirleitt landamerkj-
um þannig, að nefnd em aðeins þau kennileiti, er sýna mörk-
in skýrt. Að öðm leyti er mörkum ekki lýst. Einkum em
nefndar ár og lækir. Holt, hnúkar og aðrar hæðir em einn-
ig oft nefnd. Mið frá einum stað til aimars er nálega aldrei