Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 168
158
Þorkell Jóhannesson
Skirnir
kunnugt er um Jóa Arason, er ekki ofdjarft að ætla, að hann
hafi verið bráðgjör og jafnvel frábær til náms, er honum var
til haldið, og fullkominn í þeim lærdómi, sem prestum á
hans dögum var ætlað að nema. Hitt er svo annað mál,
hversu mikill sá lærdómur hafi verið, miðað við kröfur síð-
ari tíma, en út í það verður ekki farið hér.
Magnús Björnsson getur Ara Sigurðssonar, föður Jóns bisk-
ups, að litlu, en í ævisögubroti Jóns á latínu, sem er engan
veginn ómerkilegt, segir, að hann væri góður starfsþegn og
umsýslumaður, og kemur það vel heim við það, sem af skjöl-
um má sjá, að hann var um hríð ráðsmaður á húi Hólastóls
í Miklagarði í Eyjafirði og umboðsmaður stólsjarða í Þing-
eyjarsýslu að Mýrarkvísl, og fór sá starfi vel úr hendi. Er
Ijóst, að Jóni Arasyni hefur kippt í kyn um þessi efni og
fengið brátt orð á sig fyrir ráðdeild og skörungsskap í fjár-
gæzlu, því í apríl 1515 er hann orðinn ráðsmaður Hólastóls,
líklega frá fardögum 1514, og mun hafa gegnt þessu um-
fangsmikla trúnaðarstarfi um tveggja ára bil. Þess er og get-
ið, að hann færi tvisvar utan í erindum Gottskálks biskups,
og verða ýmis fleiri dæmi talin um traust það og mætur,
sem Gottskálk biskup hafði á honum. Er og augljóst, að um
það bil, sem Gottskálk biskup fellur frá, er Jón Arason orð-
inn einn af áhrifamestu og bezt metnu klerkum norðanlands.
Verða þá og þáttaskil í sögu hans.
m.
Áttunda desember 1520 andaðist á Hólum í Hjaltadal bisk-
upinn þar, Gottskálk Nikulásson, norskur maður. Höfðu þá
að Hólum setið erlendir biskupar í nær tvær aldir, eða síðan
1343, er Ormur Ásláksson tók þar við stólsforræði eftir frá-
fall Egils biskups Eyjólfssonar. Nærri má um það fara, að
eigi hafi tilviljun ein ráðið því, að svo tókst til á svo löngu
tímabili, að útlendingar voru látnir skipa þennan sess, og
fjarstæða væri að ætla, að eigi væri þá kostur innlendra
manna í þjónustu kirkjunnar, er vel hefði dugað til starf-
ans. Saga þeirra Orms Áslákssonar og Jóns biskups skalla,
fyrstu biskupanna tveggja á þessu tímabili, sýnir líka full-