Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 230
220
Sir Joseph Banks
Skímir
er ekki mjög hátt fjall, hér um bil 100 mílur frá Reykja-
nesi. Þetta eldgos hlýtur að hafa átt sér stað á 10. eða 11.
öld, en það er ekki nefnt í fomum sögum okkar, og við er-
um ekki vissir um það.“
Ég ætla mér ekki þá dul að skera úr því hvað satt sé í
þessari þjóðsögu, en ég játa að ég efast um að allt þetta hafi
gerzt í einu gosi. Hins vegar er sú staðreynd að allt þetta
hérað er kafið í hraunflóði án efa sönn. Ég hef komizt að
þessu af samhljóða vitnisburðum margra manna sem em vel
kunnugir landinu. Mér er þó næst að halda að hraun þetta
eigi rót sína að rekja til margra eldgosa og ef til vill til enn-
þá fleiri gíga, en þeir hljóta allir að hafa verið fremur lág-
ir þar sem ekkert hátt fjall er neins staðar nálægt.
6. sept. 1 dag er sunnudagur, og við héldum okkur því
vitanlega frá hvers konar störfum. Stiftamtmaðurinn og amt-
maðurinn komu með fjölskyldum símun í heimsókn til okkar
og borðuðu miðdegisverð.11 Karlmennirnir vom í dönskum
búningi, en konurnar allar í íslenzkum. Helzta sérkenni hans
er höfuðskrautið, sem er strýta úr hvítum dúk, hér mn hil
18 þumlunga há og beygist lítið eitt fram á við. Neðst um
hana er bundið silkiklút sem hylur hárið algerlega. Að öðm
leyti var búningurinn treyja og pils sem að vísu var frá-
brugðið því sem tíðkast hjá okkur, en ekki þó mjög tiltak-
anlega, nema skrautið, en það var úr silfur- og gullvíravirki
og kostaði 50 til 80 pund á hvem búning.12 Skrautið var
festar um hálsinn og á einni þeirra hékk minnispeningur,
víravirkisplötur á brjóstinu, litlar kúlur í röðum neðan á erm-
unum, doppur á svuntuböndunum og belti sem oftast var
úr gulli. Yfirleitt var búningurinn ekki sérlega aðlaðandi í
augum Evrópumanns, en hafði þó sína kosti, að því fráskildu
að mjög illa fór á þeirri nekt andlitsins sem stafaði af því að
hárið var með öllu hulið.
Þau virtust dást að miðdegisverði okkar, en allir réttir hans
vom bornir fram sér í lagi, og varð hann því mjög ólíkur
öllum dönskum veitingum sem þau höfðu séð, og eins kom
fjöldi víntegundanna þeim á óvart. En óvæntust vom þó
frönsku hornin sem spilað var á fyrir þau að óskum þeirra,