Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 212
202
Bjijrn K. Þórólfsson
Skímir
einungis aðalhending sín á milli og við rímliði þeirra vísu-
orða eins og í gömlu oddhendunni, sem um getur hér að
framan, heldur einnig við aðra þunga samstöfu annars og
fjórða vísuorðs. Helgi Sigurðsson nefnir gömlu oddhenduna
hálfoddhendu.1) Háttur fimmtu Brávallarrímu er aloddhend
gagaraljóð, sem Ámi nefnir þrístikluð gagraljóð, og háttur
þriðju rímu er aloddhend langhenda, sem Árni nefnir al-
dýra langhendu. Fjórir hinna nýju hátta í Brávallarrímum
em dýr tilbrigði hrynjanda, stikluviks, stuðlafalls og hurðar-
dráttar. Undir hurðardrætti (tilbrigði, sem Ámi nefnir
Bragagjöf) er níunda ríma kveðin, og er þetta fyrsta erindi
hennar:
Gullinkamba, fimbulfamba Fjölnirs dramba
ráð mun, ei so dvíni dáðir
dýrum ýrum mýra fýra.
Um alla þá bragarhætti, sem nú em taldir, segir Árni bein-
línis, að hann hafi fundið þá, en hann getur þess ekki ótví-
rætt um staghenduna, sem önnur Brávallarríma er kveðin
undir og talið er, að hann hafi fundið. Staghenda er að vísu
ekki dýrleikatilbrigði í venjulegum skilningi, en má verða
allmikil bragþraut. f staghendu Árna (stafhendri) hefst ekki
aðeins hvert vísuorð á sama orði, sem síðast var í næsta vísu-
orði á undan, heldur er það um fram, að hvert erindi hefst
á sama orði sem undan farandi erindi endaði á, og er svo
út rímuna. Skal hér sýna tvö erindi:
Stála göfgvum tæri Týr
Týrs öldrykkju mála ýr,
ýrinn spenndan fæ sem fyr
fyrir hlýjan geysu byr.
Byrja manig stuðla stag,
staghent smíða kvæða lag,
lagað getur mærðir mín
mín söngvölva, er fagurt skín.2)
1) Safn til bragfræði ísl. rimna bls. 104—06.
2) Sbr. Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði ísl rimna bls. 199—200
og við staghendu í bragorðalyklinum.