Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 103
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
95
þykktxir á Alþingi 30. júní 1533.36 Þá var Píningsdómur
einnig endurnýjaður og dæmt, „að duggarasigling skipist
burt undan landinu, sakir þess að þeir ræna bæði fé og
fólki burt af þessu fátæka landi og forminnka svo vors náð-
ugasta herra konungsins skatt og guðstíund.“
Ákærur Friðriks I. og ákvæðin um duggarasiglinguna á
Alþingi 1533 benda ótvírætt til þess, að duggarar hafi verið
alluppivöðslusamir hér og sennilega rekið allmikla verzlun.
Árið 1429 eru kaupmenn í Kiug’s Lynn kærðir fyrir að
kaupa börn á Islandi.37 Það ár verða þeir að skila aftur
einhverju af hinu keypta fólki, en líklegt er, að þeir hafi
ráðið til sín unglinga fyrir nokkra þóknun til aðstandenda
eftir þann tíma. Bændum var jafnan mjög illa við, að Islend-
ingar gengju í þjónustu erlendra manna, sökum þess að
vinnufólksekla hefði getað skapazt á þann hátt, og hafa þeir
einkum verið smámunasamir um slíkt á fyrstu árunum eft-
ir svartadauða. Síðan veit ég ekki til þess, að Englending-
um sé borið á brýn, að þeir kaupi hér fólk eða ræni því,
fyrr en á Alþingi 1533. Aftur á móti ber Jakob V. Skota-
konungur það á Englendinga, sem sigla til fslands, að þeir
taki þræla og ræni á Orkneyjum.38 Nokkrum sinnum er
þess getið í enskum heimildmn, að íslenzkir menn fái þegn-
rétt á Englandi, t. a. m. fær W. Jefferye sjómaður iðnrétt-
indi árið 1542 handa 9 ára dreng, sem kallaður er „Shafte“
(Skafti?), sem W. Jefferye flutti með sér frá „Lowsybye“
á fslandi.39 Nú er tómt mál að bollaleggja um þessi atriði,
því að fáar heimildir eru fyrir hendi, en öruggt má telja,
að aldrei hafi kveðið mikið að því, að íslendingar gengju í
þjónustu Englendinga eða væru keyptir héðan af landi burt.
Ef nokkuð hefði kveðið að slíku, væri þess víðar getið.
Fyrr á öldinni var samþykkt á Alþingi, að duggarar þeir,
sem með lóðir fara og engan kaupskap gera, séu ófriðhelgir
og rétt teknir af hverjum manni, hvar sem þeir næðust.
Um þessar mundir höfðu Englendingar hætt að mestu að
sigla hingað á mjög stórum skipum, en sendu aftur á móti
fjölda af duggum bæði til verzlunar og fiskveiða. Ákvæðið