Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 241
Skírnir
Ritfregnir
231
allt með felldu, þegar nafn eins og sama manns getur verið með þrenns
konar hætti á einni opnu (16—17): GuSbrandur Þorláksson, Gudbrand-
ur Þorláksson og GuSbrandur Þorlaksson, og síðar bætt við fjórða til-
brigðinu: Gudbrandur Þorlaksson (98). Stundum eru höfð á því enda-
skipti, hvort fornafn eða föðurnafn haldi íslenzku orðmyndinni: Árni
Magnusson (23) og Arni Magnússon (29), jafnvel getur eitt nafn ver-
ið svo að sköpulagi, að framhlutinn sé danskur, en sporðurinn íslenzkur:
GudríSur (25). Af slíkri ósamkvæmni úir og grúir í allri bókinni. En
þegar höfundur hefur ekki sett sér ákveðnari starfsreglur tun svo einfalt
efni sem meðferð sérnafna, má getum að því leiða, hve mikilli natni
og nákvæmni sé beitt við það, sem vandasamara er og meira varðar.
Og því var einmitt á þessa orðmyndafjölbreytni minnzt, að hún er
býsna táknræn um bókina að öðru leyti: Þar er á svo furðulegan hátt
saman komið það, sem er rétt, vafasamt, ónákvæmt, villandi og rangt,
að engin tök væru að greiða úr því nema í margra arka ritgerð, og
hef ég hvorki tíma né löngun til að spreyta mig á samningu hennar,
enda yrði rúmi Skirnis ekki varið undir slíka ritsmíð. Hins vegar varð
varla hjá því komizt að benda ókunnum lesendum á, að þetta rit er
ekki eins vandað og áreiðanlegt og ætla mætti eftir styrktaraðilum þess.
Nú hef ég sizt neina tilhneigingu til að bera bók þessari eða höfundi
hennar verr söguna en efni standa til, og fegins hugar hefði ég viljað
geta borið lofsyrði ein á hvorttveggja. Bjarni M. Gíslason hefur og vafa-
lítið unnið þjóð sinni og íslenzkum málstað margs konar gagn með
fyrirlestrum sínum og kynningarskrifum á Norðurlöndum, þótt sitt hvað
kunni að hafa skolazt þar til. Ýmislegt er einnig vel um þetta bók-
menntarit: Það virðist skrifað af góðum huga, reynt er að leggja rika
áherzlu á íslenzka þjóðmenningu og fágætlega sterk ítök alþýðunnar í
bókmenntum okkar, bókin er sjaldan með neinum deyfðar- eða drunga-
blæ, en víða með fjörsprettum, og höfundurinn virðist hafa gott vald
á dönsku; hann hefur auðsjáanlega yndi af skáldskap og fyrir honum
nokkra tilfinningu, ýmsir drættir í skáldamyndum hans eru engan veg-
inn fráleitir og sumt í staðreyndafrásögn hans rétt. En þeim góða huga
til kynningar og túlkunar íslenzkra bókmennta fylgir einnig nokkur
áróðurshneigð með og gegn sumum þeim stefnum og höfundum, sem
nú eru ofarlega eða efst á baugi. Þjóðmenningarhugmynd hans, „det
indre Island“, „Islands folkelige ándsliv“, „det folkelige Island“
o. s. frv., verður nokkuð þokukennd í meðförum hans, orðin skort-
ir það inntak, sem aðeins fæst með því að grafa til grunns í verk-
efni sínu og hugskoti. Skáldlegum tökum og lyftingu í stíl fylgir og
stundum tómleiki málskrúðsins og yfirlætisblær staðlausra fullyrðinga,
og alþýðudáleikar höfundar hafa ekki enzt til að aftra honum frá
að afla sér lærdómslegs orðaforða og temja sér yfirbragðsmikinn rit-
hátt sumra danskra menntamanna, sem hann notar þó alloft fremur til
að drepa honum í skörð skýrrar hugsunar en til að tjá hana. Annars