Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 129
Skímir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
119
7 km. milli bæjanna. Þó sést, þá er betur er gætt, að þegar
á landnámsöld hafa þessi lönd ekki legið saman. Lönd þeirra
bræðra, Þorleifs gneista og Arnar, voru á milli. örn bjó í
Vælugerði. Bær Þorleifs gneista er ekki nefndur, en einsætt
virðist, að hann hafi búið á Neistastöðum. Sá bær er skammt
fyrir framan Hróarsholtslæk, nokkru ofar en Vælugerði. Nú
vitum við ekki, hjá hverjum þeir bræður hafa fengið lönd
sín. Mér virðist ekki ólíklegt, að þeir hafi fengið þau hjá Þór-
arni. Sé Vælugerðis- og Neistastaðaland úr landnámi Önund-
ar eða özurar, verður landnám Þórarins einkennilega lítið
hjá landnámum hinna. Og hafi Þórarinn reist bæ sinn í
landnámi sínu neðanverðu, eins og líklegt má telja, þá er
trúlegt, að hann hafi helzt látið af hendi efsta hluta land-
náms síns, því að hann var lengst frá bæ hans.
Hér er einnig á það að líta, að höfundur Landnámu virðist
yfirleitt mjög vel kunnugur staðháttum í Árnessýslu. Verð-
ur nánar vikið að því síðar. Sé hér villa í frásögn, verður
hún naumast skýrð með ókunnugleik hans. A. m. k. virðist
þeim mun minni ástæða til að rengja þessa frásögn, sem
höfundur reynist kunnugri á hverjum stað í héraðinu, þegar
hún virðist ekki heldur fara í bága við staðhætti. Mér virðist
því líklegast, að landnám Þórarins hafi náð að Rauðá (Hró-
arsholtslæk), eins og Landnáma segir, milli landnáms Özurar
og önundar.
Landamerki milli þessara þriggja landnáma verða ekki
ákveðin með neinni vissu. Til þess brestur öll gögn. Við
vitum ekki heldur, í hvaða tímaröð þessir landnámsmenn
hafa komið, en það hefði ef til vill getað varpað nokkru ljósi
á málið. Hver þessara þriggja manna nemur miklu minna
land en aðrir landnámsmenn í Flóanum, og einhver þeirra
eða einhverjir hafa látið fljótt lönd frá sér. Mér virðist því
líklegast, að þessir þrír menn hafi komið út síðla landnáms-
tíðar og komið sér saman um skiptingu hreppsins og landa-
merki sín á milli, því að sýnilega er þrengra um þá en aðra
landnámsmenn í Flóa. Einnig gæti hugsazt, að einn þeirra
hefði fyrst helgað sér hreppinn allan og látið síðan af hendi