Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 119
Skírnir
Islandsverzlun Englendinga
109
kollur. Menn héldu sér til í gamla daga, kembdu hár sitt
og rökuðu sig, enda fluttu Englendingar inn heilmikið af
greiðum, rakhnífum og hrýnum á bitjárnin. Þeir flytja einn-
ig við til húsagerðar og bátasmíði, tilbúnar árar, bik, tjöru,
harpixkvoðu, netjagarn, færi, öngla, flár, sigðir og þúsundir
af skeifum.
Englendingar gleymdu ekki kristindómnum í landinu. Hon-
um til eflingar komu þeir með altaristöflur, oblátur, bjöllur
og talnabönd handa trúuðum sálum til þess að rjála við. Vax
var flutt inn í stórum stíl til kertagerðar og kertastjakar auk
margs konar smávarnings, sem of langt yrði upp að telja,
þar á meðal lásar, buddur og naglar. Um 1430 er fslending-
ur kærður fyrir að draga nagla úr enskum báti, og auðséð
er af ýmsu, að naglaskortur hefur bagað landsmenn fram
eftir öldum.75
Englendingar virðast ekki hafa haft mikinn hug á því að
vopna okkur. Þeir flytja hingað eingöngu langsverð,76 en
fslendingar áttu bæði byssur, armbrysti, hjálma og brynjur
á 16. öld, og hafa þau vopn flutzt einkum frá Þýzkalandi.
Sem dæmi um það, hve íslandssiglingarnar voru ábata-
samar, má geta þess, að næstum því hver einasti borgar-
stjóri í King’s Lynn á fyrra hluta 16. aldar átti skip í förum
til íslands, og þannig var um stórmenni margra annarra
borga. Konungarnir gerðu meira að segja sjálfir út skip til
íslands, eins og áður segir. Er líður á 16. öld og íslandsmark-
aðurinn lokast, senda ensku athafnamennimir skip sín inn
í Eystrasalt, norður til Rússlands eða suður til Miðjarðar-
hafsins, en danskir kaupmenn græddu of fjár á verzluninni
við íslendinga og urðu borgarstjórar í dönsku verzlunarbæj-
unum. Símon Surbeck er fyrsti Daninn, sem vitað er, að
hefjist til metorða á þann hátt. Hann var umboðsmaður kon-
ungs í Vestmannaeyjum, komst í borgarráðið í Kaupmanna-
höfn 1577 og var borgarstjóri Kaupmannahafnar frá 1579
og þangað til hann andaðist 1583. Síðan var það ömggur
framavegur í Danmörku að fá hlutdeild í íslandsverzluninni.