Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 273
Skírnir
Ritfregnir
263
fegurðina, sem stundum er andi og stundum hold, og dýrðlegust og
mest, þegar hún er hvorttveggja. Hann var rödd, sem rétti úr bognu baki
mannanna, þar sem þeir stritast við að rækta garðinn sinn undir sól-
inni; vermdi blóð þeirra annarlegum ómum frá sviðum, þar sem lifið
er ekki vinna, heldur gleði eða ástríður, ekki hversdagsleg skynsemi,
heldur töfrar.
Synduga litla Salóme drottningardóttir, þú elskar spámanninn, sem
formælir þér og þinum heimi, og þú heldur, að það sé blóð þitt eitt,
sem hrópar á varir hans, af því að þú kannt ekki orð yfir allt, sem
hrærist í sál og líkama við návist mannsins, sem er musteri guðs —
þú veizt ekki, að þú ert að leita að guði, þegar þú biður um varir hans.
Hve eru bænir þínar sterkar og fagrar undir háum, heitum stjömu-
himni austursins, þegar þinn ungi konukraftur brýzt fram í nekt sinni,
í barnslegri sjálfúð, í bamslegri einlægni, blandinn óhreinum eldi, og
guðsþjónusta þín verður að glæp, og glæpur þinn að guðsþjónustu. Spá-
maðurinn verður einsýnn og grófur við hlið þér; hann gleymist við
hlið þér, telpuhnokkans, af því að hann skilur ekki, að þeim, sem elska
mikið, verður fyrirgefið mikið, að þú ert konan, eins og guð hefur
skapað hana, og þess vegna heilög.
Þannig em Ijóðaljóð Oscars Wildes um þrá hjartans og munað blóðs-
ins og hörku viljans, þegar ástin hrekkur af svefni sínum í ungu brjósti.
En — hvað um það, maður á að rækta garðinn sinn. Það er hið
fyrsta boðorð.
Með bókaútgáfu eins og Listamannaþingi emm við Islendingar að
rækta garðinn okkar, garð tungunnar, garð okkar menningarlífs.
Janúar 1947.
Kristján Albertson.
Dr. Jón Stefánsson: Úti í heimi. Endurminningar. Rv. 1949.
Dr. Jóni Stefánssyni er nú tæpum tveim ámm vant í nírætt, en það
er sannarlega ekki að sjá, því að hann ber sig enn svo vel, að furða
má heita um mann, sem náð hefur þeim aldri. Ekki er meiri ellibragur
á bókinni með endurminningum hans, sem út kom fyrir jólin í fyrra.
Hún er skrifuð óvenju fjörlega. Það er bersýnilegt, að endurminningar
og hugsanir höfundar þyrpast fram hver á fætur annarri, höndin reynir
að koma sem mestu af þessu á pappírinn, en þá verður oft að stikla
á stóm og sumt hlýtur að verða útundan. En hver, sem les, verður fyrir
áhrifum fjörsins og hraðans; oft finnst manni frekar talað en skrifað;
höfundurinn er hjá lesanda í herbergi og lætur móðan mása. Þetta fjör
á mikinn þátt í því, hve vel bókinni var tekið, en þar kom þó líka efnið
til greina. Höfundurinn er nú kominn heim eftir langa útivist, hann fór
ungur utan, og þó að hann kæmi heim stöku sinnum, var það ekki til
langframa. Víða fór hann, margt sá hann, fjölda manna hitti hann. Hann