Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 259
Skírnir
Ritfregnir
249
ándu aldar eftir Guðmund Árnason á Gilsárstekk, og Minningar úr
BreiSdal, aSallega frá síSasta tug 19. aldar og til þessa tíma (1946) eftir
önnu Aradáttur frá Þverhamri. Báðar eru greinamar hinar fróðlegustu,
einkum til samanhurðar við grein Áma. Or þeim öllum saman má lesa
breytingar þær, sem orðið hafa á lífi og högum dalbúa síðustu öldina.
Ekki fer þó hjá því, þar eð þrír hafa um fjallað, að endurtekninga
gæti nokkuð.
Þá skrifar Þorsteinn Stefánsson um Verzlun í BreiSdal. Sá kafli er vel
og skipulega saminn. Höfundur er varfærinn og gerir sér far um að
fullyrða aldrei meira en hann getur staðið við.
Sveitarlýsing heitir enn einn kafli, og er hann eftir Sigurjón Jóns-
son í Snæhvammi, skemmtilega skrifaður, orðfærið þróttmikið og stíll-
inn lifandi.
Næst koma Sveitabragir á um það bil 30 blaðsiðum tvídálka. Eg segi
ekki, að þeir væm betur óortir, en makalaust hnoð em þeir allir þrir.
Eitthvert heimildargildi kunna þeir þó að hafa, einkum sá elzti (frá
1831), en slíkur kveðskapur ætti ekki að fara út fyrir sveitina. Þó verð-
ur einhvem veginn að halda þessari tegund skáldskapar til haga.
Óli GuSbrandsson kennari skrifar þátt um Heydalapresta, greinagott
yfirlit, og er þar mikil mannfræði. Á eina skekkju hef ég rekið mig þar.
Á bls. 262 segir, að séra Jón Hávarðsson hafi átt dóttur, sem Sólveig
hét og gifzt hafi Hóvarði Einarssyni frá Hólum í Norðfirði. Þessi dóttir
séra Jóns hét Vigdís, og mun þessi ruglingur stafa frá því, að kona séra
Jóns hét Sólveig, eins og þama segir réttilega.
FramtíS BreiSdals heitir stuttur þáttur eftir Pál Guðmundsson á Gils-
árstekk, og er þar einkum rætt um verkefni, er bíða Breiðdælinga á
komandi timum.
Næsti kafli heitir BreiSdœlir fyrir vestan haf eftir Stefán Einarsson,
og mun Breiðdælingum héma megin hafsins vafalaust þykja mikill feng-
ur að honum.
Síðasti kafli bókarinnar heitir Þcettir og er sumt þjóðsögur, en annað
sagnaþættir af gömlum Breiðdælum. Merkastar þykja mér sagnirnar af
Jóni Finnbogasyni, en hann var afbragðs ljósmóðir, dulur maður og skap-
mikill og virðist hafa verið gæddur einhverjum fjarskynjunarhæfileik-
um. Ágætlega sögð er þjóðsagan „Allt er af rifinu, bóndi“ (bls. 323).
Öll er bókin hið myndarlegasta úr garði gerð, prentuð á góðan papp-
ír og skreytt ágætum myndum, og hefur Stefán Einarsson teiknað marg-
ar þeirra. Verður ekki annað sagt en honum sé margt til lista lagt. —•
Á prentvillur hef ég rekizt nokkrar, auk þeirra, sem leiðréttar em í
bókinni. Þessar em helztar: fyllt, fylld, fylldar f. filt, fild, fildar (bls.
81), slœSst f. slæSzt (bls. 81), streyttist f. streittist (bls. 88), kolabyrgSir
f. kolabirgSir (bls. 92), þriSjudagurinn f. þriSjudaginn (bls. 113), árstíS
f. ártíS (bls. 175). Hafi svo útgefendur beztu þökk fyrir verkið.
Bjarni Vilhjálmsson.