Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 59
Skímir
Rúnasteinninn frá Kensington
51
en það mundi þó gera rugl í reikningum og töflum Holands,
og það vekur þá tilfinningu, að nákvæmnin sé þrátt fyrir
allt ekki fullkomin; þess ber að gæta, að bæði vottorðin voru
skrifuð sama ár. Hvað gætnum manni fannst þegar 1910 um
fund steinsins, má sjá á riti Georges T. Floms: The Kensing-
ton Rune-Stone (1910), bls. 32. Flom, sem var nær um frétt,
skrifar:
„Það er nú ekki orðið svo auðvelt að komast að sjálfum staðreynd-
unum í Kensington-gátunni. Frásagnir, sem menn heyra og lesa, eru nú
að verða þjóðsagnakenndar, og nýjar viðbætur koma í hverri nýrri frá-
sögn. Fyrst var sagt, að öspin, sem um er að ræða, hafi verið lítil; síð-
an er sagt, að það hafi verið ‘stórt tré’ ..., og það eitt sér er nú tals-
verður munur. Svo koma nákvæmar tölur; sumir héldu, að tréð hefði
verið ‘yfir fimm þumlunga’, aðrir sögðu ‘sjö eða átta’ eða þá ‘átta til
tíu þumlungar’. Svo var yfir þvi lýst sem staðreynd í prentaðri skýrslu,
að öspin hafi verið ‘átta til tíu þumlungar að gildleika’. Þá er sagt, að
fullkomlega hafi verið sannreynt, að tréð hafi verið ‘tuttugu og átta ára’,
en þó að þetta væri örugg staðreynd, hélt tréð áfram að eldast með
býsna miklum hraða.“
En hvers vegna varð tréð að vera 10 þumlunga gilt
niðri við rót, hvers vegna urðu ræturnar að halda utan um
stcininn?1) Jú, það stafar af landnámssögu Minnesotarikis!
Tré, sem er 8,2 þuml. í brjósthæð, vaxið við sömu skilyrði
og Kensingtonöspin, er 70 ára gamalt samkvæmt „tilraun-
um“. Ef steinninn liggur nú milli rótanna, þá hlýtur ristan,
telja menn, að hafa verið gerð löngu áður en land var num-
ið í Minnesota. Það gerðist 1860—70.
Ég vildi benda á, að 10 ár er langur tími fyrir minni
manns, þegar um varðveizlu nákvæmra smáatriða er að ræða.
Endurminningin breytist, vitnasálarfræðin getur borið um
það. Menn vari sig á að skoða misminni sem glæpsamlegt,
en það er í mesta máta mannlegt. Oft hefur verið á það
bent, að fólkið á fundarstaðnum sé miklu heiðarlegra en svo,
að það beri vísvitandi rangt vitni. Það samþykki ég þegar
í stað, ef lögð er áherzla á orðið „vísvitandi“, óvitandi rang-
ur vitnisburður er þar á móti algengur. Ekki sízt í sambandi
við æsifréttir og þegar vitnis er beiðzt í ákveðnum tilgangi
meir en 10 árum eftir atburðinn.
1) Trjárætur koma lika mikið við sögu hinna kunnu Glozel-falsaua.