Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 108
98
Bjöm Þorsteinsson
Skímir
þeir fara með um landið, og skemmd og svívirðing á mönn-
um, dæmdum vér þeirra fé allt undir kóng og rétt tækt
kóngsumboðsmanni, hvar sem stæði, þeir allir friðhelgir,
er sækti, en þeir allir ógildir, er verja eða fyrir standa, en
sjálfa engelska og útlenzka vinturlegumenn útlæga og fyrir-
gjört fé og friði hér i landið, eftir því sem landslögin útvísa“
o. s. frv.42
Nú verður ekki sagt með vissu, hve mikið er satt í þessum
ákærum og að hve miklu leyti þær eru runnar undan rifj-
um íslendinga. Þjóðverjar munu án efa hafa róið að því öll-
um árum að hrekja Englendinga frá helztu fiskhöfnunum,
og sennilega hefur stytzt í setu Englendinga á Suðurnesjum
eftir fjárnám Erlends 1539, en í Vestmannaeyjum höfðu þeir
enn þá bækistöðvar í nokkur ár. Af bréfi frá 1543 má ráða,
að ensku kaupmennimir hafi ekki sjálfir verið úrkula vonar
um, að þeir gætu náð samkomulagi við Islendinga um verzl-
un og viðskipti. Spænski sendiherrann, Eustace Chapuys, rit-
ar framangreint ár drottningunni í Ungverjalandi, að hann
hafi spurt Hinrik VIII. tíðinda af fulltrúanum, sem sendur
var til Danmerkur til að grennslast um afdrif sendimanns,
sem enskir kaupmenn höfðu sent til Islands til þess að
koma á fót fiskveiðum þar í landi. Sá maður kom ekki fram,
en „þar eð ensk verzlun mundi bíða mikinn hnekki“ (ef
viðskiptin við Island legðust niður), gerði konungur legáta
út af örkinni, en hann týndist sömuleiðis. Chapuys segir þó,
að Hinrik hafi tjáð sér, að Hamborgarar hafi ritað sér vin-
samlegt bréf um þessi mál og fullvissað sig um, að hinn
týndi maður mundi brátt koma í leitirnar. Þjóðverjar eiga
því auðsæilega nokkurn hlut að hvarfi sendifulltrúanna, en
enska stjómin fer gætilega í sakirnar og virðist reyna að ná
samkomulagi við Hamborgara og Brimara um Islandssigl-
ingarnar, en það bar lítinn árangur, enda voru nú nýjar
bhkur á lofti.43
Árið 1542 ritaði Kristján III. Gissuri biskupi Einarssyni
og bað hann að útvega sér fisk, en stólnum áskotnaðist all-
mikil skreið á ári hverju.44 Konungur hafði í hyggju að gera
út kaupskip til íslands og leitaði hófanna hjá dönskmn kaup-