Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 58
50
Sven B. F. Jansson
Skírnir
Eftir þessum upplýsingum búa menn riss af því, hvemig
ræturnar hafi gripið um steininn, og menn rannsaka ná-
kvæmlega aspir. Þverskurðir af öspum eru gefnir út í vís-
indalegum skýrslum ásamt með töflum yfir það, hve gaml-
ar aspir eru, sem eru 10 þuml. þykkar við rótina. Rann-
sóknirnar af öspunum eru ákaflega nákvæmar, en mér finnst
eins og menn gleymi því á stundum, að þessar aspir eru
ekki ösp Kensingtonsteinsins. Hún var horfin löngu áður en
vottorðin voru skráð.
Um þykkt trésins er ef til vill vert að gefa því gætur, að
Öhman segir í bréfinu til W. Uphams, að það hafi verið 8
þuml. (sjá nmgr.), en hið eiðfesta vottorð Holands hefur
10 þuml. við rótina. Þetta skiptir auðvitað ekki miklu máli,
láta yður vita, að fjárhagur miim leyfir mér ekki að vera á fundi félags
yðar, og ekki get ég heldur séð, að þörf sé á því, að ég sé þar. Spurn-
ing yðar um fund rúnasteinsins skal ég svara á þá leið, að hann fannst
undir asparrót, sem leit út eins og teikningin hér fyrir neðan sýnir.
Steinninn var fastur á milli þessara róta, og rúnimar snem niður, en
rúnirnar á hliðinni snem að ‘hjartarótinni’, eins og það er kallað á
• y* hændamálinu. Ég hjó í sundur ytri rótina, eins og þér sjáið
á teikningunni, og líka ‘hjartarótina’ á sama stað sem sýnt er
á teikningunni. Síðan féll tréð, og steinninn var ber. Ég sá,
að steinninn var þunnur, og setti ég þá hara ruðningshak-
' ann undir hann og sneri honum við, svo að rúnimar komu
upp. Sonur minn Edvard er fæddur 1888. Hann var um 10
ára; hann sá fyrst, að eitthvað var letrað á steininn. Dreng-
irnir héldu, að þeir hefðu fundið „Indi allmanacka“ (rím Indíána); ég
sjálfur sá lika, að eitthvað var skrifað, en ráðgáta var mér að lesa það.
Ég er sænskur, fæddur í Helsingjalandi, en ég hef aldrei séð neinn
rúnastein fyrr. Steinninn lá 44 fet yfir núverandi vatnsfleti. öspin var
um 8 þumlungar í þvermál. Virðingarfyllst Olof Ohman.“ 1 þessu
sambandi má vitna í það, hvemig G. T. Flom leizt á Öhman (14.—19.
apríl 1910) (fyrm. verk 34): „Mér virtist hr. Ohman vera heiðarlegur,
hann hafði mikinn áhuga á steininum og því, hvað ég héldi um rist-
una. Hann hafði séð áletrun Forsa-hringsins í Helsingjalandi áður en
hann fluttist vestur, en hann harðneitaði þvi, að hann gæti höggvið rún-
ir. Hann sýndi mér tré, sem hann sagði, að væri álíka stórt og það, sem
hann fann steininn undir. Það kann að hafa verið sjö eða átta þuml.
þykkt, og það stóð í lundi með öðmm trjám, mest ungum, flestum ung-
um asphríslum."