Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 203
Skímir
Dróttkvæði og rimur
193
orðum fám er glæstum gædd.
Gagara kalla eg þessi ljóð.
Hér er bragarhátturinn ekki beinlínis nefndur gagaraljóð,
heldur nefnir skáldið hann eða rímuna, sem undir honum
er kveðin, gagara, en það orð er lastmæli og kemur jafnvel
fjrrir í merkingunni óþokki. Rímnaskáldum var tamt að niðra
verkum sjálfra sín, þó að hugur fylgdi sjaldnast máli, og
benda orð Magnúsar um bragarháttinn eða rímuna mjög til
þess, að hann hafi sjálfur fundið háttinn. Hann breytir brag-
arhættinum, kveður eitt erindi rímunnar aldýrt, víxlað í
öllum vísuorðum og samvíxlað.1) Þetta tilbrigði gagaraljóða
og ferskeytta tilbrigðið, sem áðan greinir að kveðið er sams
konar víxlunum, eru einu dæmin um víxlanir, sem finnast
í rímum fyxir 1600. Síðar koma víxlanir fyrir í öllum
bragættum, þó hygg eg þær mest um hönd hafðar í þrí-
kvæðum háttum og afhendu. Fom dæmi um nokkurs konar
víxlanir eru í Háttatali Snorra 43—44. erindi. Sbr. og hátta-
lykil Lofts 73. og 77. erindi. Smastykker bls. 264 og 266,
Kvæðasafn bls. 55 og 57.
Hallur Magnússon kveður eina rimu í Vilmundar rímum
viðutan undir ferskeyttum hætti alstýfðum, en það afbrigði
ferskeytts háttar hefur síðan á 17. öld verið nefnt stefjahrun.
Hallur kveður háttinn með nokkurum dýrleika, framaðal-
hent í 1. og 3. vo., og með sama dýrleika er stefjahmn kveð-
ið í Þjalarjónsrímum, sem eru eftir óþekkt skáld, Jón að
nafni, á síðara hluta 16. aldar. 1 rímum þekki eg ekki stefja-
hmn án dýrleika.
1 Sjálfdeilum kveður Hallur refhvörf, og er það eina dæm-
ið um þá bragþraut í rímum fyrir 1600.2)
Áðan var þess getið, að fram um miðja 16. öld eru
einungis aðalhendingar í rímnaháttum. Á síðara hluta
aldarinnar taka rímnaskáld að kveða hendingar eins og
kveðnar em skothendingar fomra hátta, þannig að sam-
stöfur em rímaðar saman með samhljóðum, sem á eftir
sérhljóðum þeirra fara, þó að sérhljóð séu ekki hin sömu í
1) Rímur fyrir 1600 bls. 85, 4. dæmi í gagaraljóðaætt.
2) Sömu bók bls. 223—24.
13